- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 205
Mánudaginn 28. júní 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð nefndar um nafngift á skagann milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda frá 21. júní 2010.
Fundargerðin lögð fram. Samþykkt að óska eftir umsögn örnefnanefndar á tveimur heitum í samráði við Þingeyjarsveit.
2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 8. júní 2010.
Í lið 1 er Kári Kárason, Laugárásvegi 49, Reykjavík að sækja um leyfi fyrir 10 fermetra garðhúsi á lóð Miðgarða 10-12 (Sólgarðar), Grenivík. Í lið 2 er Pharmarctica, Lundsbraut 2, Grenivík að sækja um leyfi fyrir stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta gámum við norðurhlið Lundsbrautar 2. Í lið 3 er Benedikt Sveinsson að sækja um leyfi fyrir endurinnréttingu á risi, setja tröppur frá svölum og breyta gluggum á íbúðarhúsinu í Ártúni. Í lið 4 er Nollur ehf., Nolli Grýtubakkahreppi að sækja um leyfi fyrir geymluskýli, viðbygging við útihús á jörðinni Nolli. Fundagerðin lögð fram og ofangreindir liðir samþykktir.
3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 10. júní 2010.
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar,
dags. 20. maí 2010.
Fundargerðin lögð fram.
5. Málefni Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Samþykkt að heimila 30,5 kennslustundir á viku næsta skólaár. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Skólastjóra TE falið að útfæra hvernig kennslustundir skiptast.
6. Samningur um Byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar.
Samningurinn er á milli Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
7. Vatnsmál.
Lagðir fram minnispunktar frá Árna Hjartarsyni, dags 4. júní 2010 um vatnsöflun fyrir Grenivík. Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um alla kosti í stöðunni.
8. Tölvupóstur frá Guðrúnu Fjólu Helgadóttir dags. 11. júní 2010.
Er hún að fara fram á ljósrit af trúnaðarbréfi dags. 22. mars 1996. Að fenginni ráðgjöf lögfræðings sveitarfélagsins hafnar sveitarstjórn beiðninni.
9. Endurgerð íþróttavallar.
Rætt um endurgerð íþróttavallar.
10. Málefni Sunnuhlíðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra vinna að breytingum á deiliskipulagi vegna lóða númer 17 og 19 við Sunnuhlíð. Rætt var um hvort breyta eigi frístundabyggðinni Sunnuhlíð í almenna íbúðarbyggð. Sveitarstjórn hefur ekki í hyggju að gera umræddar breytingar
að svo stöddu.
11. Bréf frá Velferðarvaktinni, dags. 8. júní 2010.
Er verið að minna á að unglingar fái sumarstörf hjá sveitarfélögunum í sumar. Lagt fram.
12. Bréf frá Kvenfélaginu Hlín, dags. 14. júní 2010.
Er verið að fara fram á að fá fellt niður gjald við þrif á sal í skóla og íþróttamiðstöð við kaffisölu í stað þess býður kvenfélagið frí afnot af leirtaui, kaffikönnum og kertjastjökum. Sveitarstjórn hefur hingað til styrkt kvenfélagið um húsaleigu og fengið afnot af
fyrrgreindum búnaði. Sveitarstjórn samþykkir að fella niður gjald af þrifum í þeim tilfellum sem kvenfélagið stendur fyrir skemmtunum sem ekki eru haldnar í ágóðaskyni. Sveitarstjórn vill nota tækifærið og þakka kvenfélaginu fyrir frábært starf samfélaginu til hagsbóta í gegnum tíðina.
13. Kosning í nefndir á vegum Grýtubakkahrepps 2010-2014.
Félagsmálanefnd:
Fjóla V. Stefánsdóttir, Heimir Ásgeirsson, Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir. Til vara: Guðni Sigþórsson og Jón Stefán Ingólfsson.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd:
Fjóla V. Stefánsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Til vara: Þorsteinn Þormóðsson, Juliane Kauertz og Elín Jakobsdóttir.
Fulltrúi í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar:
Jón Helgi Pétursson. Til vara: Guðný Sverrisdóttir.
Áfengis- og vímuvarnanefnd:
Heimir Jóhannsson, Juliane Kauertz og Margrét Ósk Hermannsdóttir.
Til vara: Kristín Sigurðardóttir og Anna Bára Bergvinsdóttir.
Bókasafnsnefnd:
Jenný Jóakimsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir og Þórsteinn A. Jóhannesson.
Til vara: Margrét S. Jóhannsdóttir, Guðni Sigþórsson og Borghildur Ásta Ísaksdóttir.
Landbúnaðarnefnd:
Ásta F. Flosadóttir, Guðjón A. Þórsteinsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Til vara: Ari Laxdal, Sveinn Sigtryggsson og Kristinn Ásmundsson.
Fjallskilastjóri er Þórarinn Ingi Pétursson.
Atvinnu- og þróunarnefnd:
Benedikt S. Sveinsson, Birna Kristín Friðriksdóttir, Guðni Sigþórsson, Heimir Ásgeirsson, Oddný Jóhannsdóttir, Sigurður B. Jóhannsson og Valgerður Sverrisdóttir.
Í Byggingarnefnd Eyjafjarðar:
Hermann Gunnar Jónsson. Til vara: Pálmi Laxdal.
Fulltrúi á Landsþing SÍS:
Jóhann Ingólfsson. Til vara: Jón Helgi Pétursson.
Kjörstjórn:
Björn A. Ingólfsson, Ragnheiður Harðardóttir og Þórsteinn A. Jóhannesson.
Til vara: Þorsteinn Þormóðsson og Helga Guðmundsdóttir.
Skoðunarmenn hreppsreikninga:
Hrönn Geirsdóttir og Kristinn Ásmundsson.
Til vara: Guðjón A. Þórsteinsson og Sigurlaug Sigurðardóttir.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar:
Guðný Sverrisdóttir og Sigurður B. Jóhannsson.
Fulltrúi Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps í stjórn í Hafnasamlagi Norðurlands:
Guðný Sverrisdóttir.
Varamaður fyrir Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepp í stjórn
Minjasafnsins á Akureyri:
Margrét S. Jóhannsdóttir.
Fulltrúi á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri:
Guðný Sverrisdóttir. Til vara: Margrét S. Jóhannsdóttir.
Fulltrúar á aðalfund Eyþings:
Guðný Sverrisdóttir og Jón Helgi Pétursson.
Til vara: Fjóla V. Stefánsdóttir og Ásta F. Flosadóttir.
Fulltrúi á haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:
Sigurður B. Jóhannsson.
Úttektarmaður:
Benedikt S. Sveinsson. Til vara: Þorsteinn E. Friðriksson og Ari Laxdal.
14. Samþykkt afbrigði til að taka fundarboð á aðalfund Sæness ehf. á dagskrá.
Samþykkt að Jóhann Ingólfsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
15. Varaoddviti skýrði frá því að hann hafi undirritað ráðningarsamning við Guðnýju Sverrisdóttur, sveitarstjóra, í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar á síðasta fundi.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:30.
Jón Helgi ritaði fundargerð.