- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 206
Mánudaginn 17. ágúst 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Sigurbjörn Jakobsson fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Grenndarkynning á breytingu á deiliskipulagi í Sunnuhlíð.
Grenndarkynnt var frá 7. júlí 2010 til 5. ágúst 2010 á tillögu að deiliskipulagsbreytingu í frístundahverfinu Sunnuhlíð á Grenivík.
Sveitarstjórn bárust tvær athugasemdir á auglýsingartíma. Annars vegar frá Jónasi Steingrímssyni lóðarhafa nr. 12 og hins vegar frá Jóhönnu Daðadóttur lóðarhafa nr. 18.
Athugasemdir Jónasar lúta ekki beint að auglýstri breytingu á deiliskipulaginu en sveitarstjórn tekur þær til athugunar eigi að síður.
Jóhanna Daðadóttir gerir athugasemdir við að fyrirhuguð stækkun á lóð nr. 19 muni þrengja um of að útisvæði við hús á lóð sinni nr. 18 og efast um að melurinn sé það stór að hann muni skýla mjög stóru húsi eins og fyrirhugað sé í grenndarkynningunni á lóð nr. 19. Einnig lýsir Jóhanna áhyggjum sínum yfir því að svo stórt hús bjóði upp á allt of mikla möguleika á mannfjöldasöfnun.
Sveitarstjórn hefur skilning á áhyggjum Jóhönnu, en telur að ekki sé verið að ganga of nærri útisvæði við hús hennar. Jafnframt er rétt að benda á að hæðarmismunur á gólfkóta þessara tveggja húsa (nr. 18 og 19) er um 9m, auk þess mun fyrirhugað hús á lóð nr. 19 verða grafið inn í brekkuna. Sveitarstjórn tekur undir þau sjónarmið Jóhönnu að rétt sé að setja inn sömu skilmála og eru settir fram vegna lóðar nr. 17, þ.e.a.s. að aðalhlutar hússins nái ekki upp fyrir melbrúnina norðan við það, u.þ.b. hæðarlínu 80m. Varðandi tengingu á stækkun á leyfilegu byggingarmagni á lóð nr. 19 við hugsanlegan mannfjölda, þá tekur sveitarstjórn ekki undir það.
2. Leiga á Sunnuhlíð 2.
Tölvupóstur hefur borist frá Kristni Skúlasyni og Önnu Pétursdóttur, dags. 4. ágúst sl. þar sem þau fara fram á að skila inn lóð nr. 2 í Sunnuhlíð. Einnig hefur borist tölvupóstur frá Finni Rey Stefánssyni Brekkuási 11, Garðabæ þar sem hann sækir um lóð nr. 2 í Sunnuhlíð. Erindin áður samþykkt í gegnum tölvupóst.
3. Vatnsmál.
Verkstjóri Grýtubakkahrepps mætti á fundinn undir þessum lið. Sveitarstjóri og verkstjóri lögðu fram upplýsingar um valkosti vegna vatnsöflunar fyrir Grenivík.
Ákveðið að fá Halldór Baldvinsson til að fara yfir ólíka kosti í stöðunni.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 19.00.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.