Sveitarstjórn

20.09.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 208

Mánudaginn 20. september 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Hörður Blöndal hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands kom
á fundinn.

Hann fór yfir málefni Grenivíkurhafnar, þar á meðal vigtarmál.
Sveitarstjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi vigtarmála við
Grenivíkurhöfn.

2. Vatnsmál.
Halldór Baldursson kom á fundinn. Rætt var sérstaklega um að
fanga vatn í gildru úr lind sem staðsett er nokkru sunnar en
núverandi vatnsöflunarsvæði. Samþykkt að ganga til samninga
við Halldór Baldursson um nýtt vatnsból og lögn að söfnunartanki.

3. Bréf frá Málefli dags. 1. sept. 2010.
Er verið að spyrja um hvernig  staðið sé að talþjálfun barna
og unglinga í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

4. Bréf frá Birni Ingólfssyni dags. 30. ágúst 2010.
Er hann að óska eftir styrk vegna skráningar sögu Grýtubakkahrepps.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

5. Skipun í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sameiginlegur fulltrúi
Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar og
Hörgársveitar.
 
Sveitarstjórn samþykkir skipan Ragnheiðar Gunnbjörnsdóttur sem
aðalmanns og Sigmundar Guðmundssonar til vara.

6. Umsókn um skólavist í Grenivíkurskóla fyrir Davíð Þór Stefnisson.  
Skólavistin samþykkt.

7. Fjarskiptamál í Fjörðum.
Rætt um ástand fjarskiptamála í Fjörðum.  Sveitarstjóra falið að afla
frekari upplýsinga.

8. Náttúruverndarnefnd Grýtubakkahrepps.
Samþykkt að sveitarstjórn fari með málefni náttúruverndarnefndar.

9. Skipan í búfjáreftirlitsnefnd, sameiginlegur fulltrúi
Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir skipan Ástu F. Flosadóttur sem aðalmanns
og Helgu Kvam til vara.

10. Bréf frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki,
dags. í september 2010.

Er verið að fara fram á styrk til félagsins. Samþykkt að veita styrk að
upphæð kr. 20.000-. Fjármögnun vísað til endurskoðunar
fjárhagsáætlunar.

11. Framtíðarfundaraðstaða sveitarstjórnar.
Samþykkt að bæta aðkomu fyrir þá sem vilja fylgjast með fundum
sveitarstjórnar.

12. Hluthafafundur í Norðurorku 1. okt. 2010.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps
á fundinum.

13. Minnispunktar af vinnustaðaheimsóknum í stofnanir
Grýtubakkahrepps.
Lagðir fram.

14. Hluthafafundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 1. október 2010. 
Lagt fram.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.