Sveitarstjórn

18.10.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 210

Mánudaginn 18. október 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Sigurður Jóhannsson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Kynning frá Íslenska gámafélaginu. 
Birgir Kristjánsson, forstöðumaður umhverfissviðs Íslenska
gámafélagsins, kom á fundinn og kynnti þá þjónustu sem fyrirtækið
býður.

2. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps frá
21. september 2010.
  Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 8. september 2010.
Fundargerðin samþykkt.

4. Hús á tjaldstæðið.
Farið yfir hugmyndir af húsi á tjaldstæði, unnar af Teiknistofu AVH.
Samþykkt að láta vinna frekari útfærslu og kostnaðaráætlun.

5. Aukning á aflaheimildum.
Samþykkt að senda sjávarútvegsráðherra áskorun um að auka
aflaheimildir.

6. Athugun á ákveðnum þáttum í rekstri Grýtubakkahrepps.
Lögð fram kostnaðaráætlun frá KPMG varðandi úttekt á rekstri
sveitarfélagsins.

7. Leiga á rjúpnalandi.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Frá Guðna Rúnari Tómassyni kr. 101.000,-.
Frá Aðalsteini Guðmundssyni kr. 254.000,-.
Frá Fjörðungum ehf. kr. 250.000,-. 
Samþykkt að taka tilboði Aðalsteins Guðmundssonar.

8. Bréf frá skemmtinefnd búnaðarfélagshátíðar 2010.
Er verið að fara fam á að leiga á samkomuaðstöðu Grýtubakkahrepps
verði felld niður á Búnaðarfélagsárshátíð sem haldin verður fyrsta
vetrardag nk. Samþykkt að veita hátíðinni styrk sem nemur leigu á
samkomuaðstöðunni.

9. Samþykktir aðalfundar Eyþings 2010.
Lagðar fram.

10. Endurskoðun á fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2010.
Afgreiðslu frestað.
 
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.