- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 214
Mánudaginn 6. desember 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Sigurður Jóhannsson. Einnig sátu fundinn Sigurbjörn Jakobsson, fyrsti varamaður, og sveitarstjóri. Fundurinn hófst kl. 17:00
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerðir kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 22. nóvember
og 27. nóvember 2010. Fundargerðirnar samþykktar.
2. Álagning fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi 2011.
Álagningarhlutfall fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi
árið 2011 er sem hér segir:
Fasteignaskattur A 0,40%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B 1,50%
Vatnsskattur 0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 26.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 10.000.-
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 18.000.-
Flokkur 2 kr. 26.000.-
Flokkur 3 kr. 44.000.-
Flokkur 4 kr. 74.000.-
Flokkur 5 kr. 147.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l kr. 5.500.-
Rotþrær 3.000 l og stærri kr. 8.800.-
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2011-01.08.2011 fyrir kr. 10.000.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2011 og 01.06.2011 fyrir kr. 5.000-9.999.-
1 gjalddagi, 01.05.2011 fyrir lægra en kr. 5.000.-
3. Bréf frá Kvenfélaginu Hlín dags. 30. nóvember 2010. Efni: Þakkir.
Í bréfinu þakkar kvenfélagið fyrir skáp sem smíðaður var í samkomuaðstöðu
fyrir búnað sem félagið á. Lagt fram.
4. Breyting á aðal- og deiliskipulagi á Ægissíðu 14 á Grenivík.
Ákveðið að hefja breytingu skipulags í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.
5. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2011, seinni umræða.
Farið var yfir málefni slökkvistöðvar og þjónustumiðstöðvar.
Guðni Sigþórsson verkstjóri og slökkviliðsstjóri kom á fundinn.
Seinni umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:10.