- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 217
Mánudaginn 17. janúar 2011 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins vorur þessar:
1. Reglur um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011.
Samkvæmt bréfi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags.
22. desember 2010 fær Grenivík úthlutað 182 þorskígildistonnum í
byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011.
Tillaga að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvótans.
Að úthlutun byggðakvóta sem kom í hlut Grenivíkur verði skipt sem
hér segir:
a. c-liður 1.gr. reglugerðar frá 17. desember 2010, um úthlutun
byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011, fellur niður.
b. 60 þorskígildistonnum skal skipta jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla
skilyrði 1.gr. sömu reglugerðar.
c. 122 þorskígildistonnum verði skipt hlutfallslega á þau sömu skip
miðað við úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í bolfiski
1. september 2010 í þorskígildum talið.
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
2. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022.
Sveitarstjórn samþykkir að senda drög að aðalskipulagi til
umsagnaraðila og nágrannasveitarfélaga.
3. Samningur við Trégrip ehf. um smíði á aðstöðuhúsi á tjaldstæði.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
4. Bréf frá Lögmannshlíð lögfræðiþjónustu dags. 29. desember 2010.
Með bréfinu er þess farið á leit við Grýtubakkahrepp að hann samþykki
stofnun lóðar fyrir nýtt íbúðarhús að Grýtubakka 2, Grýtubakkahreppi,
úr séreignarhluta jarðarinnar sem hefur landnúmerið 153039.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðar fyrir sitt leyti.
5. Bréf frá velferðarráðuneytinu dags. 3. janúar 2011.
Með bréfinu beinir velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson þeim
tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi að þeir einstaklingar sem þurfa
að reiða sig eingöngu á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna hafi að
lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu
á mánuði. Lagt fram.
6. Samningur við Gámaþjónustu Norðurlands.
Þann 13. janúar 2011 undirrituðu Grýtubakkahreppur og Gámaþjónusta
Norðurlands samning um úrgang og endurvinnsluefni í Grýtubakkahreppi.
Sveitarstjórn hafði áður veitt samþykki með tölvupósti.
7. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps frá 2012-2014, fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10.