Sveitarstjórn

07.02.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 218

Mánudaginn 7. febrúar 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps
saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndar-
menn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar frá 2. febrúar 2011. 
Varðandi breytingar á heimasíðu Grýtubakkahrepps bendir sveitarstjórn
á að slíkar breytingar og kostnaður þeim tengdur er háður samþykki
sveitarstjórnar.  Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá  17. janúar 2011.
Lögð fram

3. Fundargerðir Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 23. september og
8. desember 2010.
Lagðar fram.

4. Aðalfundur Landsamtaka landeigenda á Íslandi 17. febrúar nk.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

5. Bréf frá UMFÍ dags. 28. janúar 2011.
Er verið að auglýsa efir umsóknum um að taka að sér undirbúning og
framkvæmd 16. og 17. Unglingalandsmóts UMFÍ. Lagt fram.

6. Bréf frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík dags. 2. febrúar 2011.
Safnið er að sækja um rekstrarstyrk fyrir 2011. Samþykkt að veita styrk
að upphæð kr. 50.000-.

7. Framkvæmdir við sundlaugina á Grenivík.
Samþykkt að ganga til samninga við Ossa ehf. um endurbætur á
sundlaug á grundvelli verðtilboðs.

8. Tölvupóstur frá Moltu ehf. frá 26. janúar 2011.
Pósturinn fjallar um kaup á pappírstætara fyrir Moltu. Samþykkt að
Grýtubakkahreppur taki ekki þátt í kaupum á pappírstætara.

9. Bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál dags. 11. janúar 2011.
Bréfið fjallar um að Grýtubakkahreppur eigi að afhenda Guðrúnu Fjólu
Helgadóttur trúnaðarbréf frá Stefáni Sævarssyni dags. 22. 1996 varðandi
óðalsjörðina Grund í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjóri hefur þegar afhent
afrit af bréfinu  til Guðrúnar auk minnispunkta um málið frá lögfræðingi
Grýtubakkahrepps.

10. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu
dags. 20. janúar 2011.

Bréfið fjallar um „ Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk 2011 til 2016."
Lagt fram.

11. Bréf frá SAMAN-hópnum dags. 20. janúar 2011.
Efni: Beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnarstarf
SAMAN-hópsins á árinu 2011. Samþykkt að veita styrk að
upphæð kr. 10.000-.

12. Aðgangskort að íþróttamiðstöð.
Lagt fram tilboð frá Nortek ehf. Samþykkt að fjárfesta í búnaði fyrir
aðgangskort frá Nortek ehf.

13. Ljósleiðari. 
Samþykkt að leita eftir tilboði í lagningu ljósleiðara í stofnanir og
íbúðir hreppsins frá Tengi ehf.  Sigurður vék af fundi meðan þessi
liður var ræddur.

14. Hljóðkerfi í íþróttamiðstöð. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna frekar möguleg kaup
á hljóðkerfi.

15. Leiguland fyrir hross. 
Rætt um skiptingu leigulands.  Sveitarstjóra falið að ganga frá
leigusamningum við þá sem sóttu um.  Fjóla vék af fundi meðan
þessi liður var ræddur.

16. Afskriftir.
Samþykkt að afskrifa kröfur að upphæð kr. 81.840-.

17. Afsláttur af gatnagerðargjöldum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögur að nánari útfærslu.

18. Tilboð í söfnun og flutning á dýrahræjum.
Lagt fram.

19. Samningur við Fallorku. 
Lagður fram samningur við Fallorku ehf. varðandi raforkukaup
Grýtubakkahrepps.  Samningurinn samþykktur og sveitarstjóra falið
að undirrita hann.

20. Bréf frá Fjörðungum ehf. dags. 4. febrúar 2011.
Eru þeir að gera tilboð í leigu á landi ofan girðingar í Hvammi
árin 2011, 2012, 2013. Sveitarstjórn þakkar sýndan áhuga Fjörðunga
og beinir því til þeirra að stefnt sé að því að bjóða leigu umrædds
lands út fyrir mitt þetta ár og eigi þeir þá kost á að taka þátt í útboðinu. 
Jóhann og Guðný véku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

21. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2012-2014, seinni umræða.

A hluti sveitarsjóðs:
Í þús kr.                      2012          2013           2014
Rekstrartekjur           232.094     239.168     246.455  
Rekstrargjöld            240.402     247.687     254.754
Fjármagnsliðir               8.409         8.544          8.655
Rekstrarniðurstaða          100              25             357
Fjárfestingar                17.000       11.000       13.000

Samstæða:
Í þús kr.                      2012          2013           2014
Rekstrartekjur           291.833     300.850     310.138
Rekstrargjöld            293.074     301.843     310.532
Fjármagnsliðir               3.798         4.180          4.548
Rekstrarniðurstaða      2.557         3.187          4.153
Fjárfestingar                17.000       11.000        13.000

 Seinni umræðu lokið, þriggja ára áætlun 2012-2014 samþykkt.

 Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
 Fundi slitið kl. 20:05.