- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hreppsnefndarfundur nr. 219
Mánudaginn 21. mars 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 31. janúar 2011.
Lögð fram.
2. Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá
7. febrúar 2011. Lögð fram.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
14. febrúar og 9. mars 2011. Lagðar fram.
Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir HNE, sem
samþykkt var af stjórn HNE á fundi 9. mars. Endurskoðunin felur í sér
kostnaðarhækkun fyrir Grýtubakkahrepp upp á 37 þ.kr. og er fjármögnun
vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
4. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2010, fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.
5. Tölvupóstur frá umhverfisráðuneytinu dags. 14. febrúar 2011.
Tölvupósturinn fjallar um friðun á Látraströnd og Flateyjardal.
Í aðalskipulagi sem unnið er að hjá Grýtubakkahreppi er gert ráð fyrir að
sá hluti svæðisins er tilheyrir Grýtubakkahreppi verði settur undir
sérstaka hverfisnefnd. Ekki er gert ráð fyrir frekari friðun að hálfu
sveitarstjórnar.
6. Kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt að halda samningsumboðinu óbreyttu.
7. Samningur við Landgræðslu ríkisins.
Farið yfir drög að samningi. Samþykkt að óska eftir umsögn
landbúnaðarnefndar.
8. Bréf frá Örnefnanefnd dags. 18. febrúar 2011.
Bréfið fjallar um nafngift á skagann á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa
en áður hafði Örnefnastofnun verið beðin um umsögn. Lagt fram.
.
9. Bréf frá Félagi leikskólakennara dags. 22. febrúar 2011.
Í bréfinu er ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar
til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins. Lagt fram.
10. Förgun á dýrahræjum.
Lagðir fram minnispunktar frá Flokkun ehf varðandi förgun á dýrahræjum.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
11. Tölvupóstur frá Umboðsmanni barna dags. 2. mars 2011.
Tölvupósturinn fjallar um niðurskurð sem bitnar á börnum. Lagt fram.
12. Minkaveiði í lok veiðiátaks.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags 7. mars 2011 þar sem tilkynnt
er að veiðiátaki á mink sé lokið í Eyjafirði og veiðin komin aftur í
hendur sveitarfélaganna.
13. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 23. febrúar 2011.
Er verið að auglýsa eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.
14. Bréf frá Hafsteini Sigfússyni, dags. 14. febrúar 2011.
Er hann að sækja um styrk vegna vöruflutninga fyrir árið 2011. Miðað
við upplýsingar um rekstur vöruflutninga umsækjanda fyrstu 6 mánuði
ársins 2010 telur sveitarstjórn ekki tilefni til þess að styrkja reksturinn
með fjárframlagi úr sveitarsjóði.
15. Erindi frá Vímulausri æsku dags 8. mars.
Er verið að sækja um styrk til sveitarfélagsins.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 5.000-.
16. Ályktun frá félagi tónlistarkennara, dags. 11. febrúar 2011.
Lögð fram.
17. Aðalfundur Norðurorku hf. fyrir 2010.
Aðalfundurinn fór fram 18. mars 2011. Sveitarstjóri fór með umboð
Grýtubakkahrepps á fundinum en áður var búið að samþykkja
umboðið í gegnum tölvupóst.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:35.