Sveitarstjórn

18.04.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 231

Mánudaginn 18. apríl 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps.
Árni Ólafsson kom á fundinn og var farið yfir umsagnir sem borist hafa. 
Stefnt að kynningarfundi í lok maí.

2. Fundargerð Landbúnaðarnefndar frá 30. mars 2011. 
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 11. apríl 2011. 
Fundargerðin samþykkt.

4. Samningur við Hestaíþróttafélagið Þráinn. 
Samningurinn samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita.

5. Þjónustusamningur við Minjasafnið á Akureyri. 
Samningurinn samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita.

6. Nafn á skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.
Lögð fram greinargerð frá Birni Ingólfssyni varðandi nafngiftina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skaginn skuli bera nafnið
Gjögraskagi að því marki sem hann tilheyrir Grýtubakkahreppi.

7. Samningur um byggingafulltrúaembætti Eyjafjarðar. 
Samningurinn samþykktur efnislega og sveitarstjóra falið að undirrita.

8. Útboð á rjúpnalandi í landi Hvamms. 
Samþykkt að bjóða landið til leigu til 3 ára.  Einungis einstaklingum og
lögaðilum með lögheimili í sveitarfélaginu verður heimilt að gera tilboð.

9. Förgun dýrahræja.
Lagðir fram minnispunktar frá sveitarstjóra. Samþykkt að fara þá leið að
nýta frystigám við móttöku dýrahræja.  Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

10. Gámsavæði.
Lagðir fram minnipunktar frá sveitarstjóra.  Samþykkt að óska eftir ráðgjöf frá
Gámaþjónustunni ehf. varðandi uppbyggingu gámasvæðis.

11. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

12. Forkaupstéttur að Sunnuhlíð 3.
Ákveðið að neyta ekki forkaupsréttar varðandi Sunnuhlíð 3 við Grenivík.

13. Samkomulag um landbótaáætlun fyrir Grýtubakkahrepp 2011-2015. 
Samkomulagið samþykkt.

14. Verksamningur - Malbikun 2011-.
Ákveðið að semja við Bæjarverk ehf.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:20.