Sveitarstjórn

20.06.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 225

Mánudaginn 20. júní 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mættir voru: Jóhann Ingólfsson, Ásta F. Flosadóttir, Sigurður Jóhannsson og Sigurbjörn Jakobsson.  Jón Helgi boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.  Einnig sat Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá Kára Kárasyni, dags. 6. júní 2011.
Er Kári að gera athugasemd við m.a. að í drögum að aðalskipulagi Grýtubakakhrepps er ekki heimilt að reisa frístundahús eða hús til einkanota þar sem hverfisvernd gildir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
Lagt fram.

2. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps.
Farið yfir tillögur frá Árna Ólafssyni að breytingu á drögum að aðalskipulagi Grýtubakkahrepps varðandi ákvæði um frístundahús og hverfisverndarsvæði í hreppnum.  Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.  Samþykkt að senda tillögurnar til Skipulagsstofnunar og til auglýsingar.

3. Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4. Lagning á dúk á stéttar við sundlaug.
Lagt fram tilboð á lagningu á dúk á stéttar frá Ossa ehf. Heildartilboð kr. 1.305.333,-.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Breyting á deiliskipulagi á Nolli. 
Þar sem gögn eru ekki tiltæk er afgreiðslu þessa liðs frestað.

6. Tölvupóstur frá umboðsmanni barna, dags. 16. júní 2011.
Lagður fram.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá.  Samþykkt að taka 7. lið á dagskrá.
7. Bréf frá Stefáni Kristjánssyni og Juliane Kauertz. 
Eru þau að sækja um leyfi til að setja niður sumarhús í landi Grýtubakka II samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en eftir er að fá samþykki Skipulagsstofnunar..

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.30
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.