Sveitarstjórn

03.10.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 229

Mánudaginn 3. október 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá
20. september 2011.
 
Í lið nr. 1 er Hermann Grétar Guðmundsson að sækja um leyfi til
að byggja einbýlishús að Akurbakka. Í lið nr. 2  er Kristján Stefánsson,
Pétursborg, að sækja um leyfi til að flytja sumarhús á lóð í landi
Grýtubakka II og í lið nr. 3 er Nollur ehf. að sækja um leyfi til að byggja
sumarhús á lóð nr. 3 á Nolli. Lagt fram.

2. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 12. júlí og 7. sept. 2011.
Lagðar fram.

3. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá 12. september 2011.
Lögð fram

4. Svæðisskipulag Eyjafjarðar, lýsing. 
Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti.

5. Erindi frá Sigurði Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Valdísi
Eyvindsdóttur dags. 12. september 2011.

Í erindinu fara þau fram á að stofna lóð umhverfis refahús að
Grýtubakka 1 samkv. meðfylgjandi teikningu frá Búgarði
dags. 8. sept. 2011.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Víkjandi lán frá Norðurorku.
Farið yfir útreikninga vegna víkjandi láns til Norðurorku vegna Reykjaveitu.

7. Bréf frá velferðarráðuneytinu dags. 9. september 2011.
Efni: Aðgerðaáætlun sveitarfélaga gegn ofbeldi gegn konum.
Samþykkt að vísa erindinu til félagsmála- og jafnréttisnefndar.

8. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 9. september 2011.
Er verið að boða  VII. Umhverfisþing 14. október á Hótel Selfossi.
Lagt fram.

9. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.
Er verið að boða Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 13. til 14. okt. nk.
Lagt fram.

10. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2011. 
Afgreiðslu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.