- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 234
Mánudaginn 19. desember 2011 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Ásta Fönn Flosadóttir en í hennar stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 18. nóvember sl.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 7. desember sl. Fundargerðin lögð fram.
3. Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dags. 6. desember 2011.
Bréfið fjallar um ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum. Sveitarstjórn
áréttar að ekki hafi komið til niðurskurðar á tónlistarkennslu frá árinu
2008 og að um 2/3 hlutar allra grunnskólabarna í sveitarfélaginu
stundi tónlistarnám.
4. Endurskoðun gjaldskrár leikskólans Krummafótar
frá 1. janúar 2012.
Gjaldskráin verður sem hér segir:
Dvalartími kr. 2.840,-
Dvalartími, einstæðir foreldrar kr. 1.894,-
Dvalartími, báðir foreldrar í námi kr. 1.894,-
Dvalartími, annað foreldri í námi kr. 2.840,-
Morgunverður/hressing kr. 1.821,-
Hádegisverður kr. 3.640,-
Síðdegishressing kr.1.821,-
Fullt fæði kr.8.313,-
Ávaxtagjald kr.1.031,-
Endurskoðuð gjaldskrá samþykkt.
5. Endurskoðun gjaldskrár Grenivíkurskóla
(mötuneyti+skólavistun) frá 1. janúar 2012.
Gjaldskráin verður sem hér segir:
Mötuneyti í grunnskóla/mánuður kr. 5.200,-
Skólavistun, hver klst. kr. 313,-
Hressing kr. 112,-
Skráningargjald kr. 6.300,-
Endurskoðuð gjaldskrá samþykkt.
6. Endurskoðun gjaldskrár fyrir sorphirðu og gjalda fyrir dýrahræ
frá 1. janúar 2012.
Gjaldskrá varðandi sorphirðu sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar
5. desember sl. staðfest. Eftirfarandi tillaga um gjaldtöku vegna
förgunar dýrahræja samþykkt. Gjaldið tengist kostnaðarþátttöku
varðandi móttöku dýrahræja og brennslu þeirra.
Gjald fyrir eyðingu dýraleyfa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar
samkvæmt forðagæsluskýrslu og er eftirfarandi:
Nautgripir 300 kr./grip Sauðfé og geitur 50 kr./grip
Hross 80 kr./grip Grísir 200 kr./grip
7. Bréf frá Sigurði Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Valdísi
Eyvindsdóttur dags. 11. desember 2011.
Eru þau að sækja um að stofna þrjár frístundalóðir út úr Grýtubakka I.
Samþykkt að setja fyrirhugaðar lóðir í grendarkynningu.
8. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012, seinni umræða.
A hluti Samstæða
Tekjur 252.503 318.677
Gjöld 250.970 307.912
Fjármagnsliðir 7.350 -2.999
Rekstrarniðurstaða 8.884 7.766
Fjárfestingar 17.020 17.020
Allar tölur í þús. kr.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30.