Sveitarstjórn

20.02.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 238

Mánudaginn 20. febrúar 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar frá 8. febrúar 2012. 
Fundargerðin samþykkt.

2. Bréf frá kirkjuráði þjóðkirkjunnar dags. 10. febrúar 2012.
Lögð fram ályktun kirkjuþings 2011.

3. Bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar dags. 7. febrúar 2012.
Er verið að kynna frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Lagt fram.

4. Viðbygging við leikskólann Krummafót á Grenivík. 
Lagðar fram tvær tillögur frá AVH um viðbyggingu við Krummafót og breytingu á Krummaseli. Samþykkt að óska eftir frekari hugmyndum sem tengjast breikkun á fyrirhugaðri tengibyggingu.

5. Frístundahús í Hléskógum í Grýtubakkahreppi.
Lögð fram afstöðumynd vegna byggingar frístundahúss á lóð úr landi Hléskóga í Grýtubakkahreppi. Einnig lagt fram ofanflóðarmat frá Veðurstofu Íslands en ekki er talin snjóflóðahætta þar sem frístundahúsið á að rísa. Sveitarstjórn samþykkir lóð fyrir frístundahús fyrir sitt leyti og að erindið verði sent Skipulagsstofnun.

6. Afstöðumynd vegna byggingar bílskúrs  að Nolli í Grýtubakkahreppi.
Lögð fram afstöðumynd vegna byggingar bílskúrs að Nolli í Grýtubakkahreppi. Einnig lagður fram tölvupóstur, dags. 17. febrúar 2012 frá eiganda Lindarbrekku þar sem hann gerir ekki athugasemdir við bygginguna. Sveitarstjórn samþykkir byggingarreitinn fyrir sitt leyti.

7. Prókúruumboð. 
Frestað.


Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:35.