- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 242
Mánudaginn 7. maí 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Bréf frá Guðna Sigþórssyni dags. 24. apríl 2012.
Guðni fór yfir rekstur gámavallar sem bráðlega verður tekinn í notkun. Einnig var rætt um staðsetningu á upplýsingaskilti og aðkeyrslu við grunnskóla.
2. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 15. og 16. mars og fundar með þingmönnum Norðausturkjördæmis frá 3. febrúar 2012. Lagt fram.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 12. apríl 2012.
Lagt fram.
4. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf.
Aðalfundurinn var 30. apríl sl. og fór Sigurbjörn Jakobsson með umboð sveitarstjórnar á fundinum. Erindið var áður afgreitt í gegnum tölvupóst.
5. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands.
Fundurinn verður haldinn 23. maí nk. Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
6. Aðalfundur Flokkunar.
Fundurinn var fyrr í dag og fór sveitarstjóri með umboð sveitarstjórnar á fundinum. Erindið var áður afgreitt í gegnum tölvu.
7. Markaskrá.
Sveitarstjórn samþykkir að ábyrgjast kaup á 30 markaskrám Þingeyinga.
8. Aðstaða fyrir sjúkraþjálfara.
Lagður fram tölvupóstur frá Eflingu sjúkraþjálfun varðandi aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í íþróttamiðstöð. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi um aðstöðuna.
9. Tölvupóstur frá Guðrúnu Fjólu Helgadóttur og Stefáni Kristjánssyni dags. 15. apríl 2012.
Fjallar tölvupósturinn um ágang búfjár á land Grundar austan þjóðvegar. Sveitarstjóra falið að láta framkvæma úttekt á ástandi girðinga á umræddu svæði áður en heimilt verður að sleppa fé á afrétt eða í ógirt heimalönd.
10. Bréf frá Ástu Flosadóttur og Bolla Pétri Bollasyni dags. sumardaginn fyrsta.
Bréfið fjallar um stofnun barnakórs í Grýtubakkahreppi og fjárframlags til hans. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með þessar fyrirætlanir. Samþykkt að vinna málið áfram á vettvangi Grenivíkurskóla. Ásta vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
11. Bréf frá 7. og 8. bekk Grenivíkurskóla dags. 24. apríl 2012.
Í bréfinu er sagt frá vísindalegri ferð í fjöruna vestan við Krók en þar rennur heitt vatn frá hitaveiunni í sjóinn. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með framtakið og felur sveitarstjóra að óska eftir því að fulltrúi Norðurorku komi og fundi með nemendum um hvaða kostir eru í stöðunni.
12. Tölvupóstur frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 2. maí 2012.
Meðfylgjandi er umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis veitingasölu í Laufási. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13. Laun í vinnuskóla sumarið 2012.
Samþykkt að laun í vinnuskóla verði sem hér segir:
dagvinna yfirvinna
16 ára 1996 139.543 805,07 1.449,14
15 ára 1997 91.697 529,03 952,27
14 ára 1998 79.471 458,49 825,31
Greitt er 20% álag fyrir slátt m. orfi.
14. Íbúðamál.
Rætt um stöðu íbúðamála í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að auglýsa íbúð í Lækjarvöllum 1 til sölu. Samþykkt að ásett verð skuli vera 20 m.kr.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.