- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 244
Mánudaginn 4. júní 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Kosning oddvita og varaoddvita. Jóhann Ingólfsson var kjörinn oddviti og Jón Helgi Pétursson var kjörinn varaoddviti.
2. Tölvupóstur frá Thomasi Seiz dags. 20. maí 2012. Fjallar pósturinn um endurnýjun gömlu sundlaugarinnar í Gljúfurárgili. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til að gefa sundlaugina félagsskap sem stofnaður yrði til að endurnýja og reka laugina.
3. Bréf frá Saman-hópnum, dags. 23. maí 2012. Efni: hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar. Lagt fram.
4. Tölvupóstur frá Elínu Berglindi Skúladóttur, dag. 28. maí 2012. Er Elín að sækja um styrk til að reka listasmiðju í sumar. Samþykkt að veita styrk sem nemur húsaleigu í Gamla skóla auk kr. 20.000- til efniskaupa.
5. Opnun tilboðs í Lækjarvelli 1 á Grenivík. Eitt tilboð barst í Lækjarvelli 1a en það var frá Jórlaugu V. Daðadóttur og Jóni S. Ingólfssyni. Tilboðið var með fyrirvara. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu. Guðný, Jóhann og Sigurbjörn viku af fundi meðan þessi liður var ræddur.
6. Rekstrarkostnaður grunnskóla 2010. Farið yfir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstrarkostnað grunnskóla á Íslandi á árinu 2010. Lagt fram.
7. Rekstur Tónlistarskóla Eyjafjarðar,fyrri önn 2012-2013. Sveitarstjórn samþykkir innritunn í skólann sem gerir ráð fyrir að engir nýjir nemendur séu teknir inn og að einungis verði boðið upp á hálft nám á gítar fyrir börn sem fædd eru árið 2000 eða síðar.
8. Húsnæðismál. Rætt um húsnæðismál.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi sltið kl. 19:10.