Sveitarstjórn

18.06.2012 00:00

 Sveitarstjórnarfundur nr. 245

Mánudaginn 18. júní 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sama til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

 Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Atvinnu- og þróunnarnefndar frá 6. júní 2012. Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 4. júní 2012. Lagt fram.

3. Breyting á lýsingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

4. Tilboð í viðbyggingu við leikskólann Krummafót. Samþykkt að hafna öllum tilboðum og funda með starfsfólki Krummafótar um leiðir til að mæta húsnæðisvanda leikskólans.

5. Deiliskipulag að frístundasvæði á Borgum að Grýtubakka I. Engar athugasemdir bárust. Deiliskipulagið samþykkt og sveitarstjóra falið að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

6. Niðurstaða sýna úr sjó við Grenivík. Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dags. 14.06.2012  varðandi endurbætur á fráveitu við Grenivík. Lagt fram.

7. Drög að reglugerð fyrir Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Sveitarstjórn samþykkir reglugerðina fyrir sitt leyti.

8. Samningur um akstur skólabarna við Grenivíkurskóla. Samningurinn er á milli Önnu Báru Bergvinsdóttur og Bergvins Jóhannssonar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar. Samningurinn staðfestur.

9. Samningur um landnýtingu vegna þyrluskíðamennsku. Lagt fram til kynningar.

10. Samþykkt að leita afbrigða og taka á dagskrá staðfestingu kjörskrár vegna forsetakosninga sem fram munu fara 30. júní. Sveitarstjóra falið að staðfesta kjörskrána.

11. Samþykkt að leita afbrigða og taka á dagskrá erindi varðandi lóð fyrir frístundahús í landi Hléskóga.  Um er að ræða nýja staðsetningu lóðar sem samþykkt hafði verið á fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar 2012. Sveitarstjórn samþykkir nýja staðsetningu lóðar fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að setja umrædda lóð í grenndarkynningu sem og að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10.