- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 247
Mánudaginn 3. september 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerðir kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 25. júní og 30. júní 2012. Fundargerðirnar samþykktar.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 20. júní 2012. Lögð fram.
3. Sjóvörn á Grenivík. Lagðir fram minnispunktar frá Sigrtyggi Benediktssyni dags. 13. ágúst 2012 varðandi sjóvörn austast á Grenivík en þar þarf endurbóta við þar sem garðurinn hefur raskast og orðið landbrot. Samþykkt að sækja um framlag úr Hafnarbótasjóði til að ráðast í úrbætur.
4. Bréf frá Prima lögmönnum, dags 16. ágúst 2012. Bréfið fjallar um samningsboð vegna tjóns sem varð við slátt í landi Grýtubakkahrepps. Sveitarstjóri hefur þegar svarað bréfinu. Tilboðinu var ekki tekið m.a. þar sem tryggingarfélag sveitarfélagsins álítur að ábyrgðin sé ekki hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hafði veitt samþykki sitt fyrir þessari afgreiðslu með tölvupósti.
5. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 21. ágúst 2012. Er Vegagerðin að tilkynna um að hluti Hafnarvegar (Hafnargötu) falli ekki undir þjóðveg og verður ekki greitt fyrir viðhald og þjónustu á þeim hluta. Sveitarstjórn samþykkir að hafna einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar.
6. Sala á Miðgörðum 14 á Grenivík. Tilboð í Miðgarðar 14 á Grenivík voru opnuð 22. ágúst sl. Eitt tilboð barst og var það frá Þórunni Lúthersdóttur að upphæð 14,6 millj. kr. (með fráviki). Samþykkt að selja Þórunni Miðgarða 14 í núverandi ástandi á 14,6 m.kr.
7. Skólaskýrsla Grenivíkurskóla. Skýrslan lögð fram og er skólastjóra þökkuð greinargóð skýrsla.
8. Grenndarkynning að Lækjarvöllum 11. Borist hefur athugasemd við grenndarkynningur vegna Lækjarvalla 11 frá Guðna Sigþórssyni og Helgu Guðmundsdóttur, Túngötu 19 á Grenivík en þau hafna alfarið byggingu veggjar/girðingar milli lóðanna Túngötu 19 og Lækjarvalla 11. Vegna mótmæla getur sveitarstjórn ekki heimilað framkvæmdir sem rúmast ekki innan byggingareglugerðar.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.