- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 248
Mánudaginn 17. september 2012 kom sveitarstjórna Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 12. september 2012. Fundargerðirnar samþykktar.
2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 4. september 2012. Lögð fram. Í lið nr. 1 er Grýtubakkahreppur að sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við leikskólann Krummafót. Í lið nr. 2 er Baldur Helgason að sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús i Grundardal.
3. Bréf frá Margréti Ösp Stefánsdóttur dags. 6. september 2012. Er hún að biðja um lausn frá skyldum í fræðslu og æskulýðsnefnd Grýtubakkahrepps þar sem hún hefur hafið störf við Grenivíkurskóla. Sveitarstjórn fellst á lausn Margrétar.
4. Bréf frá Opus, dags. 7. september 2012. Er verið að fara fram á breytingu á byggingarreit fyrir bílageymslu á Nolli í Grýtubakkahreppi. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að breyta fjósi í orlofsíbúð. Samþykkt að beina því til framkvæmdaaðila að halda byggingu bílageymslu innan samþykkts byggingarreits ella gætu orðið verulegar tafir á framkvæmdum. Varðandi breytingar á fjósi þá samþykkir sveitarstjórn erindið fyrir sitt leyti.
5. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Er verið að tilkynna um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fer fram 27. og 28. september nk. Lagt fram.
6. Bréf frá sóknarnefnd Laufás- og Grenivíkurkirkju, dags. 10. sept. 2012. Í bréfinu er verið að fara þess á leit að starfsmenn Grýtubakkahrepps verði aðstendendum til aðstoðar við frágang á leiðum í kirkjugörðum sóknarinnar. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við sóknarnefnd um í hverju verkið felst.
7. Bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 10 sept. 2012. Í bréfinu er verið að gefa sveitarfélögum kost á að sækja um byggðakvóta fiskveiðiárið 2012/2013. Samþykkt að sækja um byggðakvóta.
8. Sérstakar húsaleigubætur. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
9. Bréf frá Greiðri leið, dags. 31. ágúst 2012. Er verið að gefa Grýtubakkahreppi kost á að skrifa sig fyrir hlutafé í Greiðri leið ehf. að upphæð kr. 46.390-. Samþykkt að skrá Grýtubakkahrepp fyrir hlutafé að upphæð kr. 46.390-.
10. Bréf frá sýslumanninum á Akureyri, dags. 30. ágúst 2012. Meðfylgjandi er lögregluskýrsla vegna hundbits sem Ingvar Jóhannsson varð fyrir á Grenivík. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað.
11. Frístundahús að Hléskógum. Agnathas Yard kt. 691209-0240 eigandi Hléskóga í Grýtubakkahreppi sækir um heimild til að byggja frístundahús í landi Hléskóga samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 31.08.2012. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Stækkun á frístundahúsi að Sunnuhlíð 7. Er verið að fara fram á að stækka húsið upp í 136,7 m2 en í núgildandi deiliskipulagi er heimilt til að byggja allt að 125 m2. Stækkunin er undir núverandi þakskeggi. Stækkunin er heimiluð en áður var búið að leita samþykkis í gegnum tölvupóst.
13. Kynnt staða hjá hlutafélaginu GáF ehf.
14. Breyting á innkaupareglum Grýtubakkahrepps. Breyttar innkaupareglur samþykktar.
15. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. Borist hefur hugmynd frá nokkrum bæjarstjórum um stofnu samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á Íslandi. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stofnun samtakanna. Sveitarstjóra falið að fara með atkvæði Grýtubakkahrepps á stofnfundinum.
16. Íbúðamál. Sveitarstjóra falið að hefja undirbúningsvinnu vegna bygginga á leiguíbúðum.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:50.