Sveitarstjórn

22.10.2012 00:00


Sveitarstjórnarfundur nr. 250


Mánudaginn 22. október 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Varamenn voru boðaðir einn af öðrum en enginn þeirra gat setið fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins eru þessar:

1. Fundargerðir samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 24. september og 1. október 2012. Lagðar fram.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 11. september 2012. Lögð fram.

3. Bréf frá sýslumanninum á Akureyri, dags. 30 ágúst 2012. Áður tekið fyrir 17. sept. og 1. okt. 2012.
Lögð fram bréf frá hundaatferlisráðgjafa og einnig frá Hreini Skúla þar sem hann nýtir sinn andmælarétt.  Samþykkt að afturkalla ekki leyfi fyrir hundinn Snoppu að svo stöddu en gert að skilyrði að umræddur hundur sé með körfu á trýninu fari hann útfyrir lóðamörkin og sé þá undir eftirliti eigenda öllum stundum.

4. Viðauki við fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012. Tekjur (útsvar, staðgreiðsla og jöfnunarsjóður)  aukast  um kr. 22.177.000,-. Rekstrargjöld aukast um kr. 12.724.000,-. Því fer rekstrarniðurstaða samstæðu úr kr. 7.766.000,- í kr. 17.219.000,-. Fjárfestingar samstæðu aukast um kr. 12.602.000,- og fara úr kr. 17. 020.000,- í 29.622.000,-.  Viðaukarnir samþykktir.

5. Forsendur fjárhagsáætlunar 2013. Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2013.

6. Bréf frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, dags. 6. sept. 2012.
Er Svavar að óska eftir kortum úr Grýtubakkahreppi fyrir alþjóðlega verkefnið OpenStreetMap.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að senda Svavari þau kort sem tiltæk eru.

7. Tölvupóstur frá SEEDS, dags. 3. október 2012. Er verið að bjóða fram sjálfboðaliða til að vinna fyrir Grýtubakkahrepp sumarið 2013.  Lagt fram.

8. Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 25. sept. 2012. Bréfið fjallar um nýja reglugerð um öryggi á sundstöðum.  Lagt fram.

9. Bréf frá Fjörðungum ehf., dags. 1. okt. 2012. Er verið að fara fram á að leiga á landi til rjúpnaveiða í Hvammslandi verði lækkuð þar sem rjúpnaveiðitíminn hefur styst úr 18 dögum í 9 daga.  Erindinu frestað til næsta fundar.

10. Tölvupóstur frá Sögufélagi Grýtubakkahrepps, dags 6. okt. 2012. Er verið að fara fram á aðstöðu fyrir sögufélagið.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samvinnu við Sögufélagið.

11. Erindi vegna árshátíðar 1. vetrardag nk. Er verið að sækja um að fella niður leigu fyrir samkomuaðstöðu á hátíðinni.  Samþykkt að verða við erindinu.

12. Framlagning kjörskrár. Sveitarstjóra var falið að fara yfir og undirrita kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. sl. en áður var búið að gefa umboð í gegnum tölvupóst.

13. Samningur um leigu á landi.  Samningurinn snýst um afnotarétt af landi Grýtubakkahrepps til þyrluskíðamennsku.  Sveitarstjóra falið að vinna í málinu áfram.

14. Íbúðarmál.   Farið yfir mögulega kosti í húsbyggingum.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Samþykkt að leita afbrigða vegna eftirfarandi liða:
15.   Aðalfundarboð á aðalfund Sæness ehf.  Samþykkt að Jón Helgi fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum, sem haldin verður 30. október kl. 17 í Gamla skóla.

16.   Erindi frá Sænesi ehf vegna stækkunar á Hafnargötu 1 til vesturs.  Sveitarstjórn samþykkir stækkunina fyrir sitt leyti.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19.45
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.