- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundir nr. 251
Mánudaginn 5. nóvember 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrpps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fudnurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerðir kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 16. október og 20. október 2012. Samþykktar.
2. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps frá 23. október 2012. Fundargerðin samþykkt.
3. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 2. október, 5. október og 22. október 2012. Lagðar fram.
4. Erindi frá Fjörðungum ehf., sjá lið 9 í fundargerð frá 22. október 2012. Í bréfinu er verið að fara fram á að leiga á landi til rjúpnaveiði í Hvammi verði endurskoðuð þar sem rjúpnaveiðitíminn hefur verið styttur. Jenný Jóakimsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið en Guðný, Jóhann og Sigurbjörn viku af fundi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu Fjörðunga ehf. um að miðað verði við dagafjölda við ákvörðun leiguverðs að því gefnu að það eigi við út samningstímann.
5. Úthlutunarreglur um byggðakvóta. Grýtubakkhreppur fékk úthlutað 167 þorskígildatonnum í byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012 til 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi tillögu að skilyrðum fyrir úthlutun til atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins.
a) C-liður 1. gr. reglugerðar frá 13. júlí 2012, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013, fellur niður.
b) 50 þorskígildistonnum skal skipta jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr.sömu reglugerðar.
c) 117 þorskígildistonnum verði skipt hlutfallslega á þau sömu skip miðað við úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í bolfiski 1. september 2011 í þorskígildum talið.
Að öðru leyti verði farið eftir reglugerð frá 13. júlí 2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013. Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
6. Snjómokstursreglur Grýtubakkahrepps. Farið yfir snjómokstursreglur Grýtubakkahrepps. Lítillega breyttar reglur samþykkar.
7. Bréf frá Neytandasamtökunum, dags. 19. október 2012. Er verið að sækja um styrk til Grýtubakkahrepps. Erindinu hafnað.
8. Bréf frá SÁÁ, dags 4. október 2012. Er verið að leita eftir stuðningi þjóðarinnar við því að 10% af áfengisgjaldi, sem ríkið innheimtir, verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans úrræði. Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum SÁÁ sé að því gætt að úrræðin séu veitt með þeim hætti að aðgengi að þeim sé tryggt víðsvegar um landið.
9. Bréf frá velferðarráðuneytinu, dags. 29. október 2012. Er verið að vekja athygli á IPA verkefnum með áherslu á innflytjendur. Lagt fram.
10. Bréf frá AFE, dags. 29. október 2012. Bréfið fjallar um umsjón með minkaveiði sem AFE hefur haft með höndum síðustu ár. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið muni sjálft hafa umsjón með minkaeyðingu innan sveitarfélagsins.
11. Íbúðarmál. Sveitarstjóri skýrði frá stöðu mála varðandi íbúðamál.
12. Samningur um leigu á landi. Rætt um mögulega samninga tengda vetrarferðamennsku.
13. Álagning gjalda í Grýtubakkahrepppi 2013.
Álagningarhlutfall gjald í Grýtubakkahreppi
árið 2013 er sem hér segir:
Útsvarsprósenta 14,48%
Fasteignaskattur A 0,40%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignaskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 13,94 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 30.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 11.500.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 21.000.-
Flokkur 2 kr. 30.000.-
Flokkur 3 kr. 51.000.-
Flokkur 4 kr. 85.000.-
Flokkur 5 kr. 169.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l kr. 5.500.-
Rotþrær 3.000 l og stærri kr. 8.800.-
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2013-01.08.2013 fyrir kr. 10.000.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2013 og 01.06.2013 fyrir kr. 5.000-9.999.-
1 gjalddagi, 01.05.2013 fyrir lægra en kr. 5.000.-
14. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012 til 2016, fyrri umræða. Fyrri umræðu lokið.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10.