- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 253
Mánudaginn 3. desember 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitastjórnarmenn mættir nema Jón Helgi einnig sat sveitarstjói fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fulltrúar frá Moltu komu á fundinn.
Eiður Guðmundsson, Eiríkur Hauksson og Sigmundur Ófeigsson komu á fundinn og skýrðu frá fjárhagsvanda Moltu.
2. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 20. nóvember 2012. Lögð fram.
3. Deiliskipulag á Borgum í landi Grýtubakka I. Er hér um að ræða sama deiliskipulag og samþykkt var 18. júní sl. en þar sem meira en 3 mánuðir voru liðnir frá samþykkt í sveitarstjórn og þar til auglýsingin birtist í stjórnartíðundum þarf að auglýsa og samþykkja deiliskipulagið aftur. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og sveitarstjóra falið að senda það til staðfestingar til Skipulagsstofnunar.
4. Samningur um leigu á landi.
Ákveðið að kanna áhuga ferðaþjónustuaðila á þyrluskíðamennsku í landi Grýtubakkahrepps
5. Tölvupóstur frá Opus ehf. dags. 22. nóvember 2012. Er Opus að sækja um breytingu á samþykktu deiliskipulagi á Nolli í Grýtubakkahreppi vegna fyrirhugaðrar byggingar á bílageymslu. Breytingin felst í því að byggingarreitur er færður suður um 6 m, stærð úr 100fm í 180 fm og hæð úr 4 m í 4,30m. Sveitastjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og minni á samkomulag um vegrið.
6. Íbúðarmál.
Sveitastjóra falið að afla upplýsinga um lánamöguleika og auglýsa alútboð á einu parhúsi. Stefnt er að því að parhúsið rísi við Höfðagötu. Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
7. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2013 til 2016, seinni umræða.
Lykiltölur eru eftirfarandi:
A hluti sveitarsjóðs |
||||
Í þús kr. |
2013 |
2014 |
2015 |
2016 |
Rekstrartekjur |
283.948 |
292.221 |
301.115 |
310.276 |
Rekstrargjöld |
280.995 |
289.338 |
295.580 |
304.292 |
Fjármagnsliðir |
6.597 |
8.902 |
8.973 |
8.986 |
Rekstrarniðurstaða |
9.550 |
11.785 |
14.508 |
14.969 |
Fjárfestingar |
12.110 |
24.500 |
18.000 |
25.000 |
|
|
|
|
|
Samstæða |
||||
Í þús. kr. |
2013 |
2014 |
2015 |
2016 |
Rekstrartekjur |
347.538 |
357.719 |
368.578 |
379.762 |
Rekstrargjöld |
339.860 |
350.447 |
357.916 |
368.395 |
Fjármagnsliðir |
-4.531 |
4.351 |
4.712 |
5.026 |
Rekstrarniðurstaða |
3.146 |
11.623 |
15.374 |
16.394 |
Fjárfestingar |
64.110 |
24.500 |
24.000 |
25.000 |
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt fundi slitið kl 20.30.