- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 254
Mánudaginn 17. desember 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra, Ásta kom til fundarins þegar 8. liður var ræddur. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins vori þessar:
1. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 3. desember 2012. Fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð skólanefndar TE frá 28. nóvember 2012. Lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. nóvember 2012. Lögð fram.
4. Gjöld fyrir eyðingu gripa. Eftirfarandi gjöld ákveðin fyrir árið 2013 og eru þau óbreytt frá yfirstandandi ári.
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
5. Tillaga að lóð að Höfðagötu 1 á Grenivík. Tillagan samþykkt.
6. Erindi frá Sænesi ehf. vegna viðbyggingar við Lundsbraut 2 á Grenivík. Verið er að sækja um heimild fyrir viðbyggingu. Erindið samþykkt.
7. Trúnaðarmál. Lagt fram.
8. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands frá 30. nóvember 2012. Er verið að benda á að stofnanir og einstaklingar nýti sé þá frjósemi sem lúpína skapar í ófrjósömu landi og rækta skóg í lúpínubreiðum. Lagt fram.
9. Bréf frá Menningarráði Eyþings, dags. 26. júní 2012. Er verið að fara fram á svör við spurningum vegna stefnumótunarvinnu í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
10. Drög að samþykktum um fráveitu í Grýtubakkahreppi. Fyrri umræðu lokið.
11. Ákvörðun um fráveitugjald 2013.
Eftirfarandi gjald ákveðið.
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Seinni umræðu lokið.
12. Íbúðamál. Auglýst var eftir verktökum til að byggja parhús á Grenivík í alútboði. Einn verktaki gaf sig fram, Trégrip ehf. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Trégrip ehf. um byggingu á parhúsi á lóð að Höfðagötu 1. Samþykkt að leita til AVH varðandi eftirlit með framkvæmdum. Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
13. Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malarnámu á Grenivíkur hólum. Námurnar hafa farið í grenndarkynningu og bárust engar athugasemdir. Framkvæmdaleyfi samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:20.