Sveitarstjórn

04.02.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 257

Mánudaginn 4. febrúar 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Benedikt Sveinsson kom á fundinn á ræddi fyrirhugaða byggingu að Höfðagötu 1. Lögð fram fundargerð vegna Höfðagötu 1 frá 29. janúar 2013. Auk þess lögð fram tillaga að lóð. Samþykkt að afla frekari upplýsinga. Afgreiðslu frestað.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 17. janúar 2013.  Fundargerðin samþykkt. Samþykkt að skipa Skúla Má Þórmundsson sem 3. varamann í fræðslu- og æskulýðsnefnd.

3. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar frá 16. janúar 2013. Fundargerðin samþykkt.

4. Svæðisskipulag Eyjafjarðar.  Sveitarstjórn samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti.

5. Drög að siðareglum Grýtubakkahrepps. Fyrri umræðu lokið.

6. Bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 21. janúar 2013. Er verið að tilkynna um að Landbótasjóður styrki sveitarfélagið um kr. 450.000,- vegna landbóta á Leirdalsheiði. Lagt fram.

7. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 24. janúar 2013. Er verið að vekja athygli á tillögu sem samþykkt var á sambandsráðsfundi þeirra en hún fjallar um það að keppnislið fái gistingu í húsnæði sveitarfélaganna á viðráðanlegu verði. Lagt fram.

8. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags 22. janúar 2013. Er verið að tilkynna um að Námsmatsstofnun hafi  umsjón með framkvæmd ytra mats á leik- og grunnskólum. Lagt fram.

9. Drög að samningi um þyrluskíðaferðir. Farið yfir drög að samningi og samþykkir sveitarstjórn drögin fyrir sitt leyti.

10. Hafnargata 6 á Grenivík. Samþykkt að lóðin þar sem frystihúsið stendur verði skilgreind sem Hafnargata 6.

11. Bréf frá Eyþingi, dags. 22. janúar 2013. Er verið að fara fram á  tilnefningu á samráðsfund um sóknaráætlun sem haldinn er 4. febrúar. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkrafa fulltrúar síns sveitarfélags. Lagt fram.

12. Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi, 14. febrúar nk. Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.

Jón Helgi ritaði fundargerð.