- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 261
Mánudaginn 22. apríl 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson en í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn sem hófst kl 17:00. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð Atvinnu- og þróunarnefndar frá 3. apríl 2013.
Fundargerðin samþykkt.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 13. mars 2013.
Lagt fram.
3. Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2012, síðari umræða. Einnig lögð fram og rædd endurskoðunarskýrsla og stjórnsýsluskoðun frá KPMG.
Helstu niðurstöður eru þessar í þús. kr.
Sveitarsjóður A hluti Samstæða
Rekstrartekjur alls 291.704 359.494
Rekstrargjöld alls 281.977 338.184
Fjárm.tek. og fjárm.gj 6.941 -4.559
Rekstrarniðurstaða 16.668 16.751
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
4. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands, 21. maí 2013.
Sveitarstjóra og varaoddvita falið að fara með umboð sveitarstjórnar á fundinn.
5. Almenningssamgöngur.
Rætt um mögulegt fyrirkomulag almenningssamgangna til Grenivíkur.
6. Stefnumótun Hugarflug
Ýmis mál er varða framtíðarhag sveitarfélagsins og íbúa rædd.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.30
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.