Sveitarstjórn

03.06.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 263.

Mánudaginn 3. júní 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mættir voru Ásta F. Flosadóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson og varamennirnir Heimir Ásgeirsson og Jenný Jóakimsdóttir í stað Jóhanns Ingólfssonar og Jóns Helga Péturssonar.


 Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Atvinnu-og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps frá 23. maí 2013.
Rætt um skilti með gönguleiðum í hreppnum.  Samþykkt að veita 350.000 kr. til verkefnisins og taka þá upphæð af eigin fé.  Sveitarstjóra falið að athuga með viðhald á vegi upp á Skælu.  Fundargerðin samþykkt. 

2. Fundargerðir Kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 22. og 27. apríl 2013.
Fundargerðirnar samþykktar.

3. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 23. janúar, 12. febrúar,  20. febrúar og 19. apríl 2013. Lagðar fram.

4. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 7. maí 2013. Í lið 1 er Thomas Seiz, Nolli að sækja um leyfi til að byggja bílageymslu. Lögð fram.

5. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 6. maí 2013. Lögð fram.

6. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. 6. júní 2013.
Samþykkt að Heimir Ásgeirsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

7. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 30. maí 2013. Sveitarstjóri fór með umboð hreppsins en áður var búið að leita samþykkis í gegnum síma.

8. Bréf frá nemendum Grenivíkurskóla, dags. 21. maí 2013. Eru þau að fara fram á að fá úthlutað gróðurlitlum mel til að dreifa moltu á. Sveitarstjóra falið að finna svæði til þess arna í samvinnu við skólann.

9. Bréf frá Sveini Jóhannessyni, dags. 16. maí 2013. Er hann að sækja um leyfi til að rífa fjárhús fnr. 2016-0725 að Hóli í Grýtubakkahreppi og byggja ný fjárhús á grunni hinna gömlu. Þegar hefur verið fengið leyfi hjá Vegagerðinni.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sumarhús að Lómatjörn í   Grýtubakkahreppi, dags. 4. maí 2013.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Guðný vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

11. Bréf frá  Ástu Flosadóttur, skólastjóra Grenivíkurskóla frá 10. maí 2013. Er verið að sækja um styrk vegna gæsluhlutverks nemenda á unglingastigi í Grenivíkurskóla.  Samþykkt að styrkja unglingana um 50.000 kr.  Ásta vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

12. Skoðunarferð skólabarna í Grenivíkurskóla á gámasvæði Grýtubakkahrepps vorið 2013.
Sveitarstjórn þakkar nemendum kærlega fyrir þessar athugasemdir og fyrir þann áhuga sem þeir sýna þessu þarfa málefni.  Rætt var vítt og breitt um gámaplanið og opnunartíma þess.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu. 

13. Bréf frá Ingvari Þóroddssyni dags. 3. maí 2013.
Er hann að fara fram á að Grýtubakkahreppur samþykki skiptingu lóðar nr. 209675 út úr jörðinni Pálsgerði ln. 153077.   Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14. Eyðing á skógarkerfli.
Samþykkt að fara í skipulagða eyðingu á skógarkerfli í sveitarfélaginu.

15. Minnisblað um fráveitu í Grýtubakkahreppi
    Lagt fram og rætt.

16. Samningar um leigu á hestahólfum.
    Lagðir fram samningar milli eftirtaldra aðila:
Grýtubakkahrepps og Guðna Sigþórssonar.
Grýtubakkahrepps og Sigríðar P. Stefánsdóttur.
Grýtubakkahrepps og Hestamannafélagsins Þráins.
Grýtubakkahrepps og Heimis Ásgeirssonar
Grýtubakkahrepps og Jakobs Þórðarsonar og fjölskyldu.

Sveitarstjórn samþykkir samningana.  Heimir, Sigurbjörn og Fjóla viku af fundi til skiptis undir þessum lið.

17. Bréf frá Jónasi Baldurssyni, dags. 28. maí 2013. 
Er hann að óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð að Borgum á Grýtubakka og jöfnun undir girðingu norðan Borga.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

18. Leitað afbrigða til að taka tvö mál á dagskrá.
    Afbrigðin samþykkt.
a.  Erindi frá Guðjóni Þórsteinssyni, dags. 31. maí 2013.  Er hann að sækja um leyfi til að byggja ný fjárhús á Bárðartjörn í Grýtubakkahreppi.  Húsin verða um 620 m2 og ásamt tengingu við gömlu húsin um 800 m2.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Jenný vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
b. Rætt um ástand hafnarinnar á Grenivík.  Sveitarstjóra falið að vinna í málinu.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19.55.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.