Sveitarstjórn

23.09.2013 00:00


Sveitarstjórnarfundur nr. 268

Mánudaginn 23. september 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:


1. Eftirlitsskýrsla frá  Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra vegna Íþróttamiðstöðvar Grýtubakkahrepps á Grenivík, dags. 06.09.2013. Samþykkt að óska eftir viðbrögðum húsvarðar við skýrslunni.

2. Erindi frá Pétri Eyfjörð, dags. 02.09.2013. Er hann að sækja um leyfi til að setja niður 7,2 m2  garðhýsi á lóð nr. 14 við Túngötu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að slíku húsi sé komið fyrir við Túngötu 14.

3. Erindi frá Darra ehf., dags. 02.09.2013. Er Darri að sækja um að fá að byggja 5 x 20 metra hjallhús undir siginfiskframleiðslu vestan við vetrarveginn fram á bakkanum vestan við Vélsmiðjuna Vík. Sveitarstjórn samþykkir stöðuleyfi fyrir sitt leyti til tveggja ára og vísar erindinu til byggingafulltrúa.

4. Erindi frá Sigurbirni Höskuldssyni, dags. 11.09.2013. Er hann að sækja um stöðuleyfi til eins árs fyrir 45 m2 vinnuskúr sem staðsettur verður á Gljúfuráreyrum (innan girðingar) í landi Réttarholts. Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.

5. Girðingar meðfram þjóðvegi. Samþykkt að fara fram á við Vegagerðina að hún girði ofan þjóðvegar frá Fnjóskárbrú að gatnamótum við Víkurskarð.

6. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Tilkynning  um  fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 3. og 4. okt. nk. Lagt fram.

7. Sjávarútvegsfundur. Tilkynning  um sjávarútvegsfund samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2 okt. nk. Lagt fram.

8. Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11.09.2013. Er verið að auglýsa umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiárið 2013/2014. Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:45.