Sveitarstjórn

07.10.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 269

Mánudaginn 7. október 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:


1. Húsvörður Íþróttamiðstöðvar kom á fundinn vegna eftirlitsskýrslu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dags. 06.09.2013. Farið var yfir athugasemdir sem fram koma í skýrslunni og hvernig brugðist verður við.

2. Fundargerð Fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 26.09.2013. Fundargerðin samþykkt.

3. Svæðisskipulag Eyjafjarðar, fundargerð samvinnunefndar Svæðisskipulags Eyjafjarðar frá 09.09.2013 ásamt fleiri gögnum. Sveitarstjórn samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti.

4. Erindi frá leikskólanum Krummafæti, dags. 30.09.2013. 
Vegna fjölgunar í leikskólanum Krummafæti er verið að fara fram á ýmsar  ráðstafanir þannig að starfið getur gengið eðlilega fyrir sig. Samþykkt að kaupa lítinn snjóblásara fyrir leikskólann og bæta við hólfum í forstofu. Hvað fjármögnun varðar er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

5. Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 23. 09.2013. Er sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi. Sveitarstjórn tekur undir umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga varðandi þingsályktunartillöguna.

6. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 18.09.2013.
Er verið að vekja athygli á lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og er verið að hvetja til þess að sækja fræðsluþing sem haldin verða í landshlutunum. Lagt fram.

7. Erindi frá HSÞ. Er verið að fara fram á gerður verði samningur um framlag til HSÞ. Lagt fram.

8. Bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis, dags. 26.09.2013. Er verið að tilkynna um fundi sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013. Lagt fram.

9. Bréf frá velferðarráðuneytinu, dags. 29.09.2013. Er verið að kynna áform um sameiningu heilbrigðisstofnana inna heilbrigðisumdæma og sveitarfélögum gefinn kostur á að gera athugasemdir eða send ábendingar. Lagt fram.

10. Bréf frá Umboðsmanni barna, dags. 23.09.2013.   Er verið að bjóða upp á kynningu á starfi umboðsmanns barna. Samþykkt að vísa erindinu til fræðslu- og æskulýðsnefndar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.