- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 270
Mánudaginn 21. október 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. júní, 4. september, 11. september og 2. október 2013. Lagðar fram.
2. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 9. október 2013. Í bréfinu er verið að tilkynna um að fjármagn til að girða meðfram þjóðvegi frá Fnjóskárbrú að Víkurskarði sé ekki á lausu í ár hjá Vegagerðinni. Lagt fram.
3. Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 16. október 2013. Grýtubakkhreppur fékk úthlutað 152 þorskígildatonnum í byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013 til 2014.
Sveitarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi tillögu að skilyrðum fyrir úthlutun til atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins.
a) C-liður 1. gr. reglugerðar frá 10. júlí 2013, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014, fellur niður.
b) 45 þorskígildistonnum skal skipta jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr.sömu reglugerðar.
c) 107 þorskígildistonnum verði skipt hlutfallslega á þau sömu skip miðað við úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í bolfiski 1. september 2013 í þorskígildum talið.
Að öðru leyti verði farið eftir reglugerð frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014. Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
4. Bréf frá skemmtinefnd árshátíðar Búnaðarfélagsins, dags. 16. október 2013. Er verið að fara fram á að leigugjald verði fellt niður á árshátíð sem haldin verður 26. október 2013. Samþykkt að styrkja hátíðina sem nemur húsaleigu.
5. Viðtalstími þingmanna. Er verið að bjóða sveitarstjórn upp á fund með þingmönnum kjördæmisins 25. október nk. Samþykkt að þiggja boðið.
6. Viðauki við fjárhagsáætlun 2013. Tekjur (útsvar, staðgreiðsla og jöfnunarsjóður) aukast um kr. 13.514.000,-. Rekstrargjöld aukast um kr. 5.010.000,-. Því fer rekstrarniðurstaða samstæðu úr kr. 3.146.000,- í kr. 11.650.000,-. Fjárfestingar samstæðu aukast um kr. 13.000.000,- og fara úr kr. 17. 310.000,- í 30.310.000,-.Lántaka eykst úr kr. 46.800.000,- í kr 60.800.000,. Viðaukarnir samþykktir en áður hefur sveitarstjórn samþykkt hluta af ofangreindu viðaukum.
7. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2014 - 2017.
1) Álagningarhlutfall gjalda 2014
Álagningarhlutfall gjald í Grýtubakkahreppi
árið 2014 er sem hér segir:
Útsvarspróse 14,48%
Fasteignaskattur A 0,40%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,00%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 13,94 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 33.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 13.000.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 23.000.-
Flokkur 2 kr. 33.000.-
Flokkur 3 kr. 56.000.-
Flokkur 4 kr. 93.000.-
Flokkur 5 kr. 190.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l kr. 5.500.-
Rotþrær 3.000 l og stærri kr. 8.800.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2014-01.08.2014 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2014 og 01.06.2014 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2014 fyrir lægra en kr. 10.000.-
2) Forsendur fjárhagsáætlunar 2014. Lagt fram.
3) Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 Lögð fram fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2014 2017, fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:10.