Sveitarstjórn

05.11.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 271

Þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2014- 2017, seinni umræða. Verkstjóri þjónustumiðstöðvar, Guðni Sigþórsson og leikskólastjóri Krummafótar, Hólmfríður Hermannsdóttir komu á fundinn. Einnig tekið fyrir bréf frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík, dags. 1. nóvember 2013 en félagið er að fara fram á styrk til að gera bætur á umhverfi safnsins. Framhaldi umræðu frestað til næsta fundar.

2. Gjaldskrár Grýtubakkahrepps. Farið yfir hugsanlegar breytingar á gjaldskrá Grýtubakkahrepps.Einnig samþykkt álagningarhlutfall gjalda í Grýtubakkahreppi sbr. fundargerð frá 21. október sl.  Samþykkt að árgjald fyrir að halda hund eða kött í Grýtubakkahreppi verði kr. 3.500-. Sé gjald í vanskilum 1. september hækkar það um 100%. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2014.

3. Fundargerð atvinnu og þróunarnefndar frá 24. okt. 2013.  Fundargerðin samþykkt.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings 4. september, 27. september og 24. október 2013. Lagðar fram.

5. Bréf frá Lögmannshlíð, dags. 28. okt. 2013. Er verið að fara fram á, f.h. Sævars Magnússonar á Syðri-Grund, umsögn um að jörðin Syðri-Grund verði leyst úr óðalsböndum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við að jörðin verði leyst úr óðalsböndum.

6. Bréf frá Stígamótum, dags. 20. okt. 2013. Eru samtökin að leita eftir styrk. Erindinu hafnað þar sem sveitarfélagið styrkir Aflið, systursamtök Stígamóta á Norðurlandi.

7. Umsókn frá Hestaneti, dags. 30. sept.2013. Er verið að leita eftir rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í Hléskógum í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 16. okt. 2013. Er verið að minna á dag gegn einelti 8. nóvember nk. Lagt fram.

9. Leiguverð á Höfðagötu 1 á Grenivík. Samþykkt að leigurverð fylgi vísitölu neysluverð og verði kr. 120.717- á mánuði m.v. vísitölugildið 413,8.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.