Sveitarstjórnarfundur nr. 273

02.12.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 273

Mánudaginn 2. desember 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 20.11.2013. Fundargerðin samþykkt.

2. Útsvarsprósenta í Grýtubakkahreppi 2014. Samþykkt að láta ákvörðun frá      21. október sl. standa.

3. Gjaldskrár í Grýtubakkahreppi. Ný gjaldskrá samþykkt samanber skjal dags.   2. desember 2013.

4. Ályktun frá UMFÍ, dags. 28.11.2013. Lögð fram áætlun frá 48. sambandsþingi UMFÍ. Lagt fram. 

5. Fjáröflun vegna jólaaðstoðar. Beiðnin barst frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernunm á Akureyri og
Rauðskrossinum við Eyjafjörð. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000-.

6. Aukning hlutafjár í Flokkun Eyjafjörður ehf. Samþykkt að kaupa hlutafé í Flokkun ehf. að nafnvirði kr. 601.008- að því tilskyldu að full samstaða náist um hlutafjáraukningu hjá núverandi hluthöfum.

7. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna Alberts Gunnarssonar kt. 250999-3589. Samþykkt.

8. Tölvupóstur frá Hákoni Ellertssyni, dags. 27.11.2013. Er hann athuga um vilja sveitarstjórnar til að styrkja kennara og jafnvel aðra starfsmenn sveitarfélagsins til þess að auka hreyfingu.  Lagt fram.

9. Bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 28.11.2013. Er verið að fara fram á styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið. Samþykkt að veita umbeðinn styrk upp á kr. 60.000-.

10. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2014-2017. Samþykkt að fresta síðari umræðu til 9. desember.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.                           

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 463 3159                       Fax 463 3269 –
Netfang sveitarstjori@grenivik.is