- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 276
Mánudaginn 6. janúar 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson. Í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 13. desember 2013. Lagðar fram. Í lið 1 er Sigurður Jónas Baldursson að sækja um leyfi fyrir að breyta loðdýrahúsi í geymslu, trésmíðaaðstöðu o.fl. Húsið er á lóð sem heitir Grýta út úr jörðinni Grýtubakka I.
2. Bréf frá Tækifæri hf., dags. 3. desember 2013. Í bréfinu er verið að leita eftir því hvort Grýtubakkahreppur hyggist nýta forkaupsrétt að hlutafé í Tækifæri hf. Samþykkt að nýta ekki forkaupsrétt.
3. Bréf frá Greiðri leið, dags. 13. desember 2013. Í bréfinu er verið að leita eftir því hvort Grýtubakkahreppur hyggist nýta forkaupsrétt að hlutafé í Greiðri leið ehf. Samþykkt að nýta ekki forkaupsrétt.
4. Staða húsvarðar í Íþróttamiðstöð laus til umsóknar. Húsvörður Íþróttamiðstöðvar hefur sagt upp störfum. Ákveðið að auglýsa starfið.
5. Lagfæring á sundlaug. Lögð fram úttekt frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf. um lagfæringu á klórstýringu í sundlaug o.fl. Sveitarstjóra falið að láta framkvæma nauðsynlegar lagfæringar.
6. Opnunartími á gámaplani. Samþykkt að breyta opnunartíma á þriðjudögum þannig að opið verði milli kl. 15 og 16 en opnunartími á fimmtudögum verði óbreyttur.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.Fundi slitið kl. 18:35.
Gamla skólanum 610 Grenivík Sími 414 5400 Fax 414 5409 Netfang sveitarstjori@grenivik.is