- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 277
Mánudaginn 27. janúr 2014 kom sveitarstjón Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 4. desember 2013. Lögð fram.
2. Bréf frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, dags 12. janúar 2014. Einnig lögð fram drög að starfsreglum fyrir Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Lögð fram ályktun um fastan samastað nefndarinnar. Lagðar fram fundargerðir frá 9. september, 26. nóvember 2013 og 9. janúar 2014. Fundargerðirnar og bréfið lögð fram, starfsreglur fyrir nefndina og ályktun um fastan samastað hennar samþykkt.
3. Bréf frá Svavari Páli Laxdal, f.h. Sveinbergs Laxdals, dags. 13. janúar 2014. Er hann að fara fram á umsögn og samþykki sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps um að stofna lóð í landi Grundar, stærð 2.016 fm og stækkun lóðar nr. 153042 úr 2.500 fm í 6.063 fm, sbr. afstöðumynd BSE, dags. 7.1.2014. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að byggingaleyfi séu háð mati á snjóflóðahættu.
4. Bréf frá ASÍ, dags. 13. janúar 2014. Er verið að skora á sveitarstjórn að hækka ekki gjaldskrár. Lagt fram.
5. Bréf frá Nýsköpunarkeppni grunnskóla, dags. 20. janúar 2014. Er verið að fara fram á að sveitarfélagið styðji verkefnið. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 10.000-.
6. Bréf frá félagi eldri borgara í Grýtubakkahreppi, dags. 20. janúar 2014. Er verið að fara fram á að félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi fái afnot af íþróttasal og líkamsræktartækjum án endurgjalds. Auk þess er farið fram á styrk að upphæð kr. 50.000,- til að greiða þjálfara. Samþykkt að bjóða afnot af íþróttahúsi endurgjaldslaust í einn mánuð.
7. Bréf varðandi landsskipulagsstefnu, dags. 20. janúar 2014. Er verið að bjóða upp á þátttöku í samráðsvettvangi um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Lagt fram.
8. Umsóknir um húsvarðarstarf í Íþróttamiðstöð/sundlaug, grunnskóla og tjaldstæði á Grenivík. All bárust átta umsóknir. Farið yfir umsóknir og næstu skref ákveðin. Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
9. Bréf frá RHA, dags. 9. janúar 2014. Er RHA að bjóða upp á þjónustu sína. Lagt fram.
10. Afskrifaðar kröfur 2013. Samþykkt að afskrifa kröfur að upphæð kr. 37.374,-
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:15.
GRÝTUBAKKAHREPPUR Gamla skólanum 610 Grenivík Sími 463 3159 Fax 463 3269 Netfang sveitarstjori@grenivik.is