- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 281
Mánudaginn 7. apríl 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.
Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2013, seinni umræða. Lagður fram ársreikningur ásamt endurskoðunarskýrslu og staðfestingarbréfi stjórnenda.Helstu niðurstöður eru þessar í þús. kr.
Sveitarsjóður A hluti Samstæða
Rekstartekjur alls: 305.174 374.874
Rekstargjöld alls: 285.659 349.388
Fjárm.tek og fjárm.gj: 7.236 -1.157
Rekstarniðurstaða: 26.751 24.330
Ársreikningur samþykktur og undirritaður.
2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 27. mars 2014. Fundargerðin samþykkt.
3. Málefni sjávarútvegssveitarfélaga.
a. Ársreikningur 2013
b. Kynningarbæklingur um vinnuskóla sjávarklasans
c. 11. Fundargerð.
Lagt fram.
4. Stjórn félags eldri borgara í Grýtubakkahreppi kemur á fundinn. Rætt var um kostnað vegna leikfimi á vegum félagsins. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 100.000- til félagsins. Fjármögnun verður tekin af handbæru eigin fé.
5. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 10. apríl 2014. Samþykkt að sveitarsjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.
6. Bréf frá 9. og 10. bekk Greinvíkurskóla, dags 24. mars 2014. Fara þau fram á að settur verði flokkunargámur við tjaldstæðið. Einnig finnst þeim vanta rusladalla og dósatunnur á ýmsa staði. Sveitarstjórn þakkar fyrir þarfar ábendingar og felur sveitarstjóra að vinna að úrbótum í samvinnu við nemendur.
7. Bréf frá Hákoni Fannari Ellertssyni, dags 19. febrúar 2014, áður tekið fyrir 24. mars 2014. Sveitarstjórn bendir á að gjaldskrá líkamsræktar hafi verið haldið í lágmarki til hagsbóta fyrir alla íbúa. Gjaldskrá er t.d.mun lægri en hjá sveitarfélögum í kringum okkur sem bjóða upp á sambærilega þjónustu.
8. Tölvupóstur frá Flosa Kristinssyni, dags 3. apríl 2014. Er hann að fara fram á sambærilegan styrk vegna væntanlegrar hitaveitu í Höfða við þann styrk sem gefinn var í sveitinni þegar hitaveitan var lögð en þá hafði hann ekki möguleika á að tengjast hitaveitunni. Tengigjald er hærra í dreifbýli en í þéttbýli. Samþykkt að veita styrk sem nemur mismun tengigjalds í dreifbýli og þéttbýli. Fjármögnun verðu tekin af handbæru eigin fé. Ásta vék af fundi undir þessum lið.
9. Vatnsmál á Grenivík. Rætt um stöðu mála varðandi vatnsveitu. Samþykkt að leita ráðgjafar hjá ÍSOR.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.Fundi slitið kl. 19:55.