- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 287
Mánudaginn 16. júní 2014 kom ný sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mætt voru Ásta F. Flosadóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Margrét Melstað og Sigurbjörn Jakobsson. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Kosning oddvita og varaoddvita. Fjóla Stefánsdóttir kjörin oddviti og Haraldur Níelsson varaoddviti.
2. Kosning í nefndir Grýtubakkahrepps. Ákveðið að gefa íbúum kost á að gefa sig fram til nefndarstarfa. Sent verður dreifibréf þar um.
3. Bréf frá Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Eyvindsdóttur, dags. 9. júní 2014. Eru þau að biðja um leyfi til að byggja 33 fm viðbyggingu við fyrrum loðdýrahús á lóðinni Grýtu fn. 216-0669. Erindið samþykkt.
4. Bréf frá Oddgeiri Ísakssyni og Margréti Jóhannsdóttur, dags. 3. júní 2014. Bréfið fjallar um brunn við Melgötu 4b og Melgötu 6 á Grenivík. Verkstjóra falið að vinna í málinu.
5. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 4. júní 2014. Bréfið fjallar um viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
6. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 6. júní 2014. Bréfið fjallar um kosningu fulltrúa á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga. Samþykkt að Fjóla Stefánsdóttir verði fulltrúi Grýtubakkahrepps á fundinum. Haraldur Níelsson verður til vara.
7. Upplýsingar frá Sambandi ísl sveitarfélaga varðandi siðanefnd. Lagt fram.
8. Kynnt samkomulag vegna talneinaþjónustu við börn. Lagt fram.
9. Trúnaðarmál. Bókað í trúnaðarbók.
10. Leitað afbrigða til að taka á dagskrá einn lið til viðbótar. Samþykkt samhljóða.
a) Sveitarstjóri.
Ljóst er að brúa þarf bilið þar til nýr sveitarstjóri tekur til starfa. Fjólu falið að ræða við Guðnýju Sverrisdóttur um að vera sveitarstjórn innan handar þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19.00
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.