- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 288
Mánudaginn 30. júní 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mætt voru Ásta F. Flosadóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Margrét Melstað og Sigurbjörn Jakobsson. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 2. apríl, 8. apríl, 23. maí og 18. júní 2014.
Fundargerðirnar lagðar fram.
2. Fundargerðir Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 14. apríl, 7. maí og 11. júní 2014.
Einnig lögð fram skipting áætlaðs launakostnaðar fyrir haustönn 2014.
Fundargerðirnar lagðar fram. Rætt um fjárhagsstöðu tónlistarskólans og ákveðið að fá skólastjóra TE á fund sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað og oddvita falið að afla frekari upplýsinga.
3. Ráðning sveitarstjóra Grýtubakkahrepps.
Farið yfir umsóknir sem bárust. Áfram verður unnið úr þeim.
4. Kosning í nefndir Grýtubakkahrepps.Félagsmála- og jafnréttisnefnd: Bolli Pétur Bollason, Fjóla Valborg Stefánsdóttir og Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir. Varamenn: Sigrún Björnsdóttir og Ragnheiður M. Harðardóttir.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd: Auður Adda Halldórsdóttir, Fjóla Valborg Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson, Þorsteinn Þormóðsson, og Þórunn Lúthersdóttir. Varamenn: Elín Jakobsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir og Hinrik Hauksson.
Fulltrúi í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar: Margrét Melstað. Varamaður: Jón Helgi Pétursson.
Bókasafnsnefnd: Inga María Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Björg Haraldsdóttir og Þórunn Lúthersdóttir. Varamenn: Guðni Sigþórsson og Hafsteinn Sigfússon.
Fulltrúi í Byggingarnefnd Eyjarfjarðar: Hermann Gunnar Jónsson. Varamaður: Benedikt Sveinsson.
Landbúnaðarnefnd: Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað. Varamenn: Anna Bára Bergvinsdóttir og Ari Laxdal.
Atvinnu- og þróunarnefnd: Bára Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson, Bjarni Arason, Guðni Sigþórsson, Guðný Sverrisdóttir, Haraldur Níelsson og Oddný Jóhannsdóttir. Varamenn: Margrét Melstað og Margrét Ösp Stefánsdóttir.
Fulltrúi á landsþing íslenskra sveitarfélaga: Fjóla Stefánsdóttir. Varamaður: Haraldur Níelsson.
Kjörstjórn: Björn Ingólfsson, Guðrún Kristjánsdóttir og Ragnheiður M. Harðardóttir. Varamenn: Þorsteinn Þormóðsson og Helga Guðmundsdóttir.
Fulltrúar í Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar: Sigurbjörn Jakobsson og sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Fulltrúar á aðalfund Eyþings: Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og Ásta F. Flosadóttir. Varamenn: Fjóla Valborg Stefánsdóttir og Sigurbjörn Jakobsson.
Fulltrúi á haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar: Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Fulltrúi Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkhrepps í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands: Guðný Sverrisdóttir.
Varamaður fyrir Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkhrepp í stjórn Minjasafnsins á Akureyri: Margrét S. Jóhannsdóttir.
Fulltrúi á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri: Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Varamaður: Margrét S. Jóhannsdóttir.
Samþykktum hreppsins verður breytt í samræmi við þessa nefndarskipan.
5. Skólaskýrsla Grenivíkurskóla. Skýrslan lögð fram.
6. Bréf frá Viking Heliskiing ehf, dags. 16. júní 2014. Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samráði við lögfræðing Grýtubakkahrepps.
7. Kosning í stjórn Útgerðaminjasafnsins á Grenivík. Ný stjórn: Björn Ingólfsson (til vara: Fjóla Stefánsdóttir), Heimir Ásgeirsson (til vara: Jóhann Ingólfsson) og Margrét S. Jóhannsdóttir (til vara: Jón Helgi Pétursson).
8. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 18. júní 2014. Efni: Framkvæmdaleyfi við sjóvörn á Grenivík. Um er að ræða endurbyggingu núverandi sjóvarnar um 50 metra og lengingu núverandi sjóvarnar um 100 metra. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Leitað afbrigða til að taka á dagskrá þrjár fundargerðir frá kjörstjórn. Afbrigði samþykkt.
9. Fundargerðir kjörstjórnar frá 27. maí, 31. maí og 11. júní. Fundargerðirnar samþykktar.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.30
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.