- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 297
Miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einng sat sveitarstjóri fundinn.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð Atvinnu- og þróunarnefndar frá 23. okt. 2014. Lagt fram.
2. Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31. okt. 2014. Lagt fram.
3. Fundargerðir 2ja stjórnarfunda og aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 8. okt. 2014. Lagðar fram.
4. Fundargerðir 3ja stjórnarfunda Eyþings. Lagðar fram.
5. Fundargerð aðalfundar Túns ehf. frá 29. ágúst 2014. Lagt fram.
6. Áhaldahús, fjárfestingaþörf, verkstjóri kemur á fundinn. Farið yfir tillögur verkstjóra um fjárfestingar vegna þjónustumiðstöðvar.
7. Aðalskipulag 2010-2022, breyting v. Akurbakka. Breyting á aðalskipulaginu var auglýst, engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn staðfestir skipulagið.
8. Deiliskipulag fyrir íbúðabyggð við Akurbakka. Deiliskipulagið var auglýst, engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn staðfestir skipulagið.
9. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfulltrúa, framhald umræðu.
Ákveðið að tengja laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfulltrúa við hlutfall af þingfararkaupi, eins og gert er í sambærilegum sveitarfélögum.
Breytingin tekur gildi 1. janúar 2015.
Oddviti10% fast og 2% fyrir hvern fund
Aðrir aðalfulltrúar5% fast og 2% fyrir hvern fund
Varafulltrúar3% fyrir hvern fund
Formenn nefnda1,5% fyrir hvern fund
Ritari nefndar1,25% fyrir hvern fund
Aðrir nefndarmenn1% fyrir hvern fund
10. Fjárhagsáætlun 2015 2018, seinni umræða framh.
a) Farið yfir gjaldskrár. Ný gjaldskrá samþykkt sbr. skjal dags. 19. nóvember 2014.
b) Álagningarhlutfall gjalda 2015 verður svohljóðandi:
Útsvarsprósenta 14,52%
Fasteignaskattur A 0,40%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar)1,32%
Fasteignskattur C1,50%
Vatnsskattur0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða1,00%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald16.00 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimilikr. 34.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkurkr. 13.500.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1kr. 23.700.-
Flokkur 2kr. 34.000.-
Flokkur 3kr. 58.000.-
Flokkur 4kr. 96.000.-
Flokkur 5kr. 195.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 lkr. 7.000.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 11.000.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/gripSauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2015-01.08.2015 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2015 og 01.06.2015 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2015 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Umræðu um fjárhagsáætlun frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.15
GRÝTUBAKKAHREPPUR Gamla skólanum 610 Grenivík Sími 414-5400 Fax 414-5409 Netfang sveitarstjori@grenivik.is