Sveitarstjórnarfundur nr. 298

01.12.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 298

Mánudaginn 1. desember 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  

Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 21. nóv. 2014. Lagt fram.

2. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, eftir málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum, frá 27. nóv. 2014. Lagt fram.

3. Greinargerð frá Bergmönnum um viðgerðir á Gili, dags. 25. nóv. 2014. Gerðar voru lítilsháttar lagfæringar á skálanum til að gera hann músheldan fyrir veturinn.  Einnig var farið yfir klæðninguna og lappað upp á hana.  Kofinn er allur orðinn heldur hrörlegur.

4. Leigusamningur við Teru ehf. um nýja skrifstofu Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn staðfestir leigusamninginn.

5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014. Farið yfir viðaukana. Afgreiðslu frestað.

6. Fjárhagsáætlun 2015, önnur umræða framhald. Farið yfir rekstarliði.  Afgreiðslu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykk.  Fundi slitið kl. 20:42

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang
sveitarstjori@grenivik.is