Sveitarstjórnarfundur nr. 299

09.12.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 299

Þriðjudaginn 9. desember 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.  

Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fjárhagsáætlun 2015, framhald umræðu, forstöðumenn mæta á fundinn.

a. Guðni Sigþórsson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar ofl.
b. Ingvar Ingvarsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar
c. Margrét Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri á Krummafæti.
d. Þorgeir R. Finnsson skólastjóri Grenivíkurskóla.
e. Fjóla V. Stefánsdóttir forstöðumaður Grenilundar

Forstöðumenn fóru yfir fjárhagsáætlanir sinna stofnanna með sveitarstjórn.

Fjárfestingar næstu þriggja ára ræddar.  Frekari umræðu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21:06.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is