- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 301
Þriðjudaginn 16. desember 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins.
Mættir voru; Fjóla V. Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson, Haraldur Níelsson, Ásta F. Flosadóttir var með í síma og Margrét tafðist en var mætt við lið nr. 4.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:00. (Fundurinn átti að vera 15.12.2014 en var frestað v. veðurs og ófærðar)
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Bréf frá Sambandi Ísl. Sveitarfélaga frá 2. des. 2014, afgreiðsla á erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum. Lagt fram.
2. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. okt. 2014 ásamt fjárhagsáætlun og kostnaðarskiptingu 2015. Fundargerð lögð fram og fjárhagsáætlun staðfest.
3. Bréf frá Greiðri leið ehf. frá 3. des. 2014, v. hlutafjáraukningar. Sveitarstjórn samþykkir að auka hlutafé sitt í Greiðri leið ehf. um kr. 14.829.- Tekið af handbæru fé.
4. Erindi frá afmælisnefnd Laufáskirkju frá 1. Des. 2014 v. 150 ára afmælis. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að svara því.
5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014.
Viðaukar við fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2014
Rekstur A hluta Þús kr.
Hækkun gjalda:
Rekstur skrifstofu 2.000
Framlag til Grenilundar 4.000
Viðhaldskostn Eignasj. 4.000
Samtals hækkun rekstrargjalda 10.000
Lækkun gjalda:
Sjóvörn -1.400
Rekstur Byggingafulltrúaemb. -1.800
Samtals lækkun rekstrargjalda -3.200
Rekstur B-hluti
Grenilundur:
Hækkun launakostnaðar 4.000
Hækkun framlags -4.000
Niðurstaða viðauka við rekstur:
Samtals hækkun rekstrargjalda 6.800
Greiðist af handbæru fé -6.800
Rekstarniðurstaða samstæðu í áætlun var: 858
Rekstarniðurstaða samstæðu í áætlun
verður: -5.942
Ný eignfærð fjárfesting:
Vatnsveita ný vatnsból 5.800
Greiðist af handbæru fé -5.800
Fjárfesting samstæðu fer því úr kr. 11.100.000,- í kr. 16.900.000.
Handbært fé í árslok var 64.601
Handbært fé í árslok verður 52.001
Framangreindir viðaukar samþykktir.
6. Fjárhagsáætlun 2015-2018, önnur umræða framhald.
Lykiltölur:
A hluti sveitarsjóðs
Í þúsundum kr. 2015 2016 2017 2018
Rekstartekjur 322.133 328.576 335.147 341.850
Rekstargjöld 331.166 338.702 346.310 351.581
Fjármagnliðir 7.124 7.149 7.095 7.168
Rekstarniðurstaða -1.909 -2.977 -4.068 -2.563
Fjárfestingar nettó 9.650 30.000 20.000 38.000
Samstæða sveitarsjóðs
Í þúsundum kr. 2015 2016 2017 2018
Rekstartekjur 397.288 405.199 413.768 418.999
Rekstargjöld 392.708 401.495 410.381 417.004
Fjármagnsliðir -2.382 -1.943 -761 -391
Rekstarniðurstaða 2.198 1.761 2.626 1.604
Fjárfestingar nettó 41.650 13.000 24.000 38.000
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi lauk kl. 17:45. Haraldur Níelsson ritaði fundargerð.
GRÝTUBAKKAHREPPUR Gamla skólanum 610 Grenivík Sími 414-5400 Fax 414-5409 Netfang sveitarstjori@grenivik.is