Sveitarstjórnarfundur nr. 302

12.01.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 302

Mánudaginn 12. janúar 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins í Grýtu.  

Mættir voru; Fjóla V. Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson, Haraldur Níelsson, Margrét Melstað og Þórarinn Ingi Pétursson mætti sem varamaður. Ásta F. Flosadóttir var fjarverandi. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 12. desember 2014.Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerðir Byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 16. desember 2014.Fundargerðir lagðar fram.

3.  Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 8. desember 2014.Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerðir aðalfunda Greiðrar leiðar ehf. 2014, frá 10. júní og 14. ágúst 2014.Fundagerðir lagðar fram.

5.  Fundargerð fundar stjórnar GáF frá 12. desember 2014.Fundargerð lögð fram.

6.  Ársskýrslur Héraðsskjalasafns f. árin 2012 og 2013.Fundargerð lögð fram.

7.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 4. desember 2014, um að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.Erindi lagt fram og ákveðið að vísa til Fræðslu- og æskulýðsnefndar.

8.  Erindi frá Landgræðslu ríkisins frá 12. desember 2014, beiðni um styrk v. uppgræðsluverkefnisins bændur græða landið.Samþykkt að styrkja verkefni um kr. 60.000,-.

9.  Erindi frá Stígamótum frá 10. desember 2014, fjárbeiðni fyrir árið 2015.Erindi synjað, hreppurinn styrkir samtökin Aflið á Akureyri.

10.  Erindi frá Skipulagsstofnun frá 19. desember 2014, kynning á tillögu að landskipulagsstefnu 2015 – 2026.Erindi lagt fram og nefndarmenn hvattir til að mæta.

11.  Bygging leiguíbúða, undirbúningur.Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

12. Önnur mál. Rætt um girðingarmál í sveitarfélaginu, þar sem ástandið er ekki ásættanlegt. Sveitarstjóra falið að vinna að úrbótum.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð ritaði Margrét Melstað. Fundargerð lesin upp og samþykkt og fundi lauk kl. 18:30.

GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Grýtu – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is