Sveitarstjórnarfundur nr. 304

16.02.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 304


Mánudaginn 16. febrúar 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.  

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga dags. 30. jan. 2015. Lögð fram.

2.  Fundargerð þjónusturáðs um málefni fatlaðra í Eyjafirði, dags. 11. nóv. 2014, framlenging þjónustusamnings. Fundargerðin lögð fram. Framlenging þjónustusamnings um eitt ár staðfest.

3.  Erindi frá Bolla Pétri Bollasyni dags. 12. feb. 2015, v. bókaútgáfu. Samþykkt að senda erindið til Sæness ehf.

4.  Erindi frá NKG dags. 11. feb. 2015, v. nýsköpunarkeppni grunnskóla. Samþykkt að styrkja verkefnið um 10.000 kr.

5.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, minnisblað frá fundi dags. 11. feb. 2015. Lagt fram.

6.  Fundargerð stofnfundar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs. dags. 13. feb. 2015. Lögð fram. Staðfest að sveitarstjóri verði fulltrúi Grýtubakkahrepps í stjórn byggðasamlags um Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs.  Fjóla Stefánsdóttir verði varamaður.

7.  Stofnsamþykktir Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs., lagðar fram til staðfestingar. Stofnsamþykktirnar staðfestar.

8.  Bygging leiguíbúða á Grenivík. Auglýst var eftir verktökum í forvali.  Einn sýndi verkinu áhuga. Sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Trégrip ehf um byggingu parhúss í Höfðagötu.  Fjóla og Margrét viku af fundi undir þessum lið.

9.  Erindi frá Flosa Kristinssyni dags. 5. feb. 2015, afmörkun lóða. Er verið að afmarka tvær lóðir úr landi Höfða I.  Erindið áður samþykkt með tölvupósti.  Ásta tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.30.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.