- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 307
Mánudaginn 13 apríl 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3. Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. mars. 2015.
Lögð fram.
2. Fundargerð fundar fulltrúaráðs Eyþings, dags. 20. feb. 2015.
Lögð fram.
3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Nl. eystra, dags. 4. mars 2015, ásamt ársreikningi 2014.
Fundargerðin og ársreikningurinn lögð fram.
4. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur 2014 lagður fram.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við ársreikninginn.
5. Bréf dags. 24. mars 2015, kynning á fyrirtækinu Ráðrík ehf.
Lagt fram.
6. Erindi frá Veraldarvinum, boð um sjálfboðaliða sumarið 2015.
Lagt fram.
7. Erindi frá Sambandi garðyrkjubænda dags. 25. mars 2015, v. heimildarmyndar.
Erindinu hafnað.
8. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 17. apríl 2015.
Oddviti og sveitarstjóri fara á fundinn.
9. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2014 lagður fram, fyrri umræða. Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi skýrir reikninginn.
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi mætti á fundinn undir þessum lið og fór af fundi eftir þennan lið. Fyrri umræðu lokið.
10. Stefnumörkun í ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi og íbúafundur 28. apríl.
Rætt um fyrirlesara á íbúafundinum. Sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi fundarins.11. Erindi frá Ölmu Þorsteinsdóttur og Guðjóni Ágústi Kristinssyni, dags. 13. apríl.
Eru Alma og Guðjón Ágúst að óska eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við hús sitt að Túngötu 26 skv. meðfylgjandi teikningum. Þau hafa leitað eftir samþykki eigenda aðliggjandi lóða og hafa fengið þau samþykki. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.05.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.