- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 311
Mánudaginn 15. júní 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3. Mættir voru aðalfulltrúarnir Fjóla V. Stefánsdóttir, Ásta F. Flosadóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Margrét Melstað. Haraldur Níelsson var forfallaður og í hans stað mætti Margrét Ösp Stefánsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. maí 2015.
Lögð fram.
2. Fundargerðir stjórnar Sambands sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 17. apríl og 27. apríl 2015.
Lagðar fram.
3. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, nr. 108 til 112.
Lagðar fram.
4. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Nl. Ey., dags. 15. apríl og 6. maí 2015.Lagðar fram.
5. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 19. maí 2015.
Lögð fram.
6. Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 10. júní 2015.
Lögð fram og liðir 3 og 4 staðfestir. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um opnun afréttar og ógirtra heimalanda. Heimilt verði að sleppa fé þann 15. júní og hrossum 1. júlí í afrétt og ógirt heimalönd.
7. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um gróðursetningu trjáa, dags. 3. júní 2015.Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í umræddu verkefni.
8. Erindi frá LT rannsóknum og ráðgjöf um stefnumótunarvinnu, dags. 26. maí 2015.Lagt fram.
9. Erindi frá Árna Dan Ármannssyni um ketti og fugla, dags. 19. maí 2015.Sveitarstjórn beinir því til kattaeigenda að hafa bjöllu á köttum sínum, einkum á varptíma og hafa gát á þeim. Sveitarstjóra falið að svara erindinu að öðru leiti.
10. Erindi frá Heimi Ásgeirssyni ofl. um lúpínueyðingu, dags. 9. júní 2015.Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og líst vel á að taka fyrir afmörkuð svæði. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
11. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, 19. júní 2015.Sveitastjórn samþykkir samhljóða að gefa frí eftir hádegi þann 19. júní í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi, á þeim stofnunum Grýtubakkahrepps sem hægt er að koma því við. Forstöðumenn hverrar stofnunar verða að meta það hver fyrir sig.
12. Matjurtagarðar á Grenivík.Búið er að brjóta land fyrir matjurtagarða og leggja vatn að landinu. Samþykkt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að fá skika endurgjaldslaust í sumar.
13. Skálinn að Gili, m.a. erindi frá Hermanni G. Jónssyni dags. 12. júní 2015.Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og boða til fundar með hagsmunaaðilum.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.40
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.