Sveitarstjórnarfundur nr. 314

07.09.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 314

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fundar á skrifstofu hreppsins, mánudaginn 7. september 2015.  Mættir voru allir aðalfulltrúar nema Haraldur varaoddviti sem forfallaðist á síðustu stundu, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2015.

Fundargerðin lögð fram.

2.  Boð á fund um kerfisáætlun Landsnets með sveitarstjórnarfólki, Siglufirði 11. sept. 2015.

Lagt fram.

3.  Boð á aðalfund Teru ehf., sem haldinn verður 16. september 2015.

Lagt fram.  Oddviti fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

4.  Erindi frá Hestamannafélaginu Þráni dags. 4. sept. 2015.

Efni:  Kvörtun vegna verkstjóra/skemmdir unnar á reiðvegi.  Hestamannafélagið leggur fram formlega kvörtun vegna skemmda sem unnar voru, við snjómokstur, á reiðveginum suður með Höfðanum sl. vor.  Sveitarstjórn harmar tjónið og sveitarstjóra er falið að vinna í málinu.

5.  Málefni flóttafólks, sbr. póst frá velferðarráðuneyti dags. 1. sept. 2015.

Eftir ítarlega skoðun sér sveitarstjórn ekki að húsnæði á vegum sveitarfélagsins sé til staðar að svo stöddu.  Því getur Grýtubakkahreppur, því miður, ekki tekið á móti flóttafólki.

6.  Málefni Gils, framhald umræðu, forsvarsmönnum Ferðafélagsins Fjörðungs boðið á fundinn.

Hermann Gunnar frá Ferðafélaginu Fjörðungi kom á fundinn.  Umræðu framhaldið síðar.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:20.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.