- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 320
Mánudaginn 30. nóvember 2015, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar kemur á fundinn, v. fjárhagsáætlunargerðar.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir fjárfestingar í áhaldahúsi og fjárhagsáætlun. Einnig var farið yfir fjárfestingar hjá slökkviliðinu.
2. Fundargerð fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, dags. 20. nóv. 2015.Lögð fram.
3. Fundargerð fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. nóv. 2015.Lögð fram.
4. Fundargerðir stjórnarfunda Eyþings, dags. 9. okt., 21. okt. og 18. nóv. 2015.Lagðar fram.
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, dags. 4. nóv. 2015.Lögð fram.
6. Fundargerð þjónusturáðs um málefni fatlaðra, 10. nóv. 2015, framlenging samnings.
Fundargerðin lögð fram og framlenging samnings skv. 3 lið staðfest.
7. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 11. nóv. 2015.Lögð fram. Sveitarstjórn hefur í hyggju að endurskoða starf nefndarinnar að beiðni nefndarinnar.
8. Erindi frá HSÞ, dags. 27. nóv. 2015, ósk um gerð rekstrarsamnings.Samþykkt að gera rekstrarsamning við HSÞ til tveggja ára. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
9. Embætti Byggingarfulltrúa, ársreikningur 2014, og fjárhagsáætlun 2016.Ársreikningur lagður fram og áætlunin staðfest.
10. Fjárhagsáætlun 2016 2019, seinni umræða, framhald.Álagningarhlutfall gjalda 2016
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 16.00 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 29.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 13.500.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 23.700.-
Flokkur 2 kr. 29.000.-
Flokkur 3 kr. 58.000.-
Flokkur 4 kr. 96.000.-
Flokkur 5 kr. 195.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 7.000.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 11.000.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2016-01.08.2016 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2016 og 01.06.2016 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2016 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Gengið frá öðrum gjaldskrám og verða þær birtar á heimasíðu hreppsins www.grenivik.is
Umræðu um fjárhagsáætlun framhaldið á næsta fundi.Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð og lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.21
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.