- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 321
Mánudaginn 14. desember 2015, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. nóv. 2015.
Lögð fram.
2. Fundargerð framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, dags. 24. nóv. 2015.
Lögð fram.
3. Byggingarfulltrúi Eyjafjarðar, gjaldskrá embættisins.
Gjaldskráin staðfest.
4. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 2. des. 2015.
Lögð fram.
5. HSÞ, rekstrarsamningur um framlag til reksturs skrifstofu 2016-2017.
Samningurinn staðfestur.
6. Bygging leiguíbúða, fjármögnun.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 30.000.000,- til allt að 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leiguíbúða að Höfðagötu 2a og 2b, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
7. Málefni Sæness ehf. og Teru ehf.
Samþykkt að selja Sænesi ehf. allt hlutafé Grýtubakkahrepps í Teru ehf.
8. Fjárhagsáætlun 2016 2019, seinni umræða, framhald.Fjárhagsáætlun 2016 2019, lykiltölur:
A-hluti sveitarsjóðs:Í þúsundum kr. 2016 2017 2018 2019
Rekstrartekjur 369.367 376.740 384.261 391.932
Rekstrargjöld 361.056 368.573 374.631 382.055
Fjármagnsliðir (1.202) (896) (823) (612)
Rekstrarniðurstaða 7.108 7.271 8.807 9.265
Fjárfestingar nettó 15.352 20.923 27.695 13.525
Samstæða sveitarsjóðs (A+B-hluti):
Í þúsundum kr. 2016 2017 2018 2019
Rekstrartekjur 457.427 466.535 475.825 483.301
Rekstrargjöld 436.827 446.348 454.597 463.624
Fjármagnsliðir (10.718) (8.448) (9.226) (8.750)
Rekstrarniðurstaða 9.882 11.739 12.003 10.927
Fjárfestingar nettó 14.200 64.200 32.200 31.200
Fjárhagsáætlunin samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.05
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.