Sveitarstjórnarfundur nr. 326

07.03.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 326

Mánudaginn 7. mars 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar voru allir mættir.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. jan. 2016 og 26. feb. 2016.

Lagðar fram.

2.  Fundargerð stjórnar  Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. feb. 2016.

Lögð fram.

3.  Fundargerðir stjórnar Eyþings, dags. 17. feb. 2016, fundar stjórnar Eyþings með þingmönnum dags. 9. feb. 2016 og fundar fullrúaráðs Eyþings dags. 28. jan. 2016.

Lagðar fram.

4.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 21. jan. 2016.

Lögð fram.  Í fundargerðinni er því beint til sveitarstjórnar að skólinn sjái um að kaupa námsgögn handa nemendum.  Sveitarstjórn mun taka það til skoðunar við næstu fjárhagsáætlunargerð. 
Þá er nefndin að benda á að hafa þurfi í huga bætt aðgengi fyrir fatlaða þegar unnið er að endurbótum á skólahúsnæðinu.  Sveitarstjórn tekur heilshugar undir þessar athugasemdir og mun hafa þetta í huga m.a. við endurbætur næstu ára.

5.  Erindi frá eigendum Grýtubakka I dags. 23. feb. 2016, varðar fasteignagjöld og fjallskil.

Erindi varðandi endurskoðun gjalda hafnað.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu að öðru leyti.

6.  Góðir páskar 2016.

Sveitarstjórn samþykkir að opna sundlaugina um páskana.  Mikið verður um að vera í hreppnum og lýsir sveitarstjórn yfir mikilli ánægju með það.

7.  Önnur mál.

Sveitarstjóri og oddviti sögðu frá fundum sem þau hafa sótt með ráðherrum.

Rætt um stöðu og horfur í rekstri sveitarfélagsins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.20

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.