- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 327
Mánudaginn 21. mars 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar voru mættir aðrir en Ásta F. Flosadóttir sem var fjarverandi, Heimir Ásgeirsson mættur í hennar stað.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar::
1. Boð á aðalfund og ársfund Norðurorku, haldnir 1. apríl 2016.
Fjóla Stefánsdóttir fer með umboð hreppsins á fundinn.2. Sparkvellir og dekkjakurl.
Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en samkvæmt því er ekki enn ljóst hvaða efni er heppilegast að nota í staðinn fyrir dekkjakurlið. Áætlað er að kostnaður við þetta gæti verið á bilinu kr. 5-8 milljónir. Fylgst verður með framgangi mála.
3. Erindi frá Trégrip ehf., varðar lóð til byggingar iðnaðarhúsnæðis á Grenivík.Sveitarstjóra falið að fá álit skipulagsfulltrúa á erindinu.
4. Erindi frá Björgunarsveit, hugmyndir um nýbyggingu fyrir sveitina.Farið yfir kynningu Björgunarsveitarinnar Ægis á húsnæðis- og rekstrarmálum sveitarinnar og framtíðarsýn þeirra.
5. Málefni þjónustumiðstöðvar, eignasjóðs og veitna.
Rætt um endurskipulagningu starfa hjá þjónustumiðstöð, eignasjóði og veitum.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.20:25.
Fundargerð ritaði Margrét Melstað.