- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 331
Þriðjudaginn 17. maí 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3. Mættir voru allir aðalfulltrúar nema Ásta F. Flosadódttir, í hennar stað var mætt Margrét Ösp Stefánsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2015, síðari umræða.
Lagður fram ársreikningur 2015, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:
Sveitarsjóður A hluti A og B hluti saman
Rekstrartekjur alls 334.028 420.490
Rekstrargjöld alls 348.264 424.987
Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld) 7.166 (1.011)
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) (7.071) (5.507)
Eigið fé í árslok 391.950 (55,2%)
Ársreikningur samþykktur og undirritaður.
Margrét Melstað fer með umboð hreppsins á fundinn.
3. Erindi frá Rögnvaldi Harðarsyni f.h. eiganda Sunnuhlíðar 16, v. byggingarskilmála, dags. 10. maí 2016.Sveitarstjóra falið að hafa samband við lóðarhafa og fara yfir stöðu mála.
4. Vinnuskóli Grýtubakkahrepps 2016.Laun með orlofi vegna sumarsins 2016 verða þannig:
Dagvinna Yfirvinna
14 ára kr.558,13 kr.1004,53
15 ára kr.646,25 kr.1163,13
16 ára kr.954,65 kr.1718,27
Launatafla v/vinnuskólans samþykkt.
5. Jafnréttisáætlun Grýtubakkahrepps 2016 - 2019.Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.37.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.