Sveitarstjórnarfundur nr. 337

03.10.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 337

Mánudaginn 3. október 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

 

1.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 20. sept. 2016.

Fundargerðin lögð fram.  Í fyrsta lið er Grenó ehf að sækja um leyfi til að byggja aðstöðuhús við Miðgarða 2.

2.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 15. sept. 2016.

Fundargerðin lögð fram.

3.  Erindi frá atvinnu- og þróunarnefnd, hugmynd um klifurvegg, dags. 20. sept. 2016.

Erindinu hafnað að svo stöddu.

4.  Leiga rjúpnalands í Hvammi, yfirferð tilboða.

Tvö tilboð bárust frá Ásgeiri í Höfða ehf annars vegar og frá Sævari Helgasyni og Ásgeiri Má Ásgeirssyni hinsvegar.  Samþykkt að taka hærra tilboðinu frá Sævari Helgasyni og Ásgeiri Má Ásgeirssyni, kr. 501.100 á ári, til tveggja ára.  Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi á grundvelli tilboðsins.

5.  Húsnæðismál.

Oddviti og sveitarstjóri sögðu frá kynningarfundi Íbúðarlánasjóðs.  Kynnt var nýtt úrræði Íbúðarlánasjóðs til bygginga ódýrra félagslegra leiguíbúða.  Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

6.  Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, gjaldskrármál.

Farið yfir helstu gjaldskrár.  Umræðu frestað.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.10

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.